ómæjgad
ég er ennþá starstruck
hún var svo ógeðslega nálægt mér
britney
sko BRITNEY
ég á geðveikar myndir og video
en allir hérna eru sofandi og ég finn ekki snúruna á milli computer og camera þannig ég get ekki sett þær inn
en ómæjgad
þær koma inn
og vídjóin líka
og ég ætla að upplifa britney svona milljón sinnum í viðbót
ómæjgad
britney sko
27 Jul 2009
21 Jul 2009
yassú!
Heyrðu allir eru að segja að ég verði að vera duglegri að bloggga! Svo hér er mitt framlag. Ég ætti kannski að gera fleiri og styttri blogg svo fólk nenni frekar að lesa, en þúst, beggers can't be choosers.
Ég vinn frá hálf níu til fimm á hverjum degi (frídagur og Grikkland þegar það er "season" er víst ekki málið) og Sara tekur frá fimm til lokunar. Sem getur verið allt frá eitt á nóttinni til fimm, sex. Svo á laugardagskvöldum er ég hjálp frá svona hálf 11 þangað til þau þurfa mig ekki lengur sem er yfirleitt svona tvö, þrjú. Svo aftur vinna sunnudagsmorgun. Crazy. Ég var dead eftir helgina þannig ég kom klukkutíma of seint í vinnuna í morgun. Ég veit. Slæmt. MJÖG slæmt. Þannig núna er ég basically í þeirri stöðu að ef ég geri eitthvað ekki alveg perfect þá er ég rekin. Kósí. Mjög kósí tilhugsun.
Ég sé ekki eftir því eina mínútu þrátt fyrir allt að hafa komið hingað. Fólkið frá sailing holidays eru æðisleg og geðveikt hress. Geðveikt sætir strákar sem eru að vinna á bátum sem koma alltaf hingað yfir helgina. Allir mega-tanned og sjúklega mikið djamm á þessu liði. Þau koma alltaf í vinnuna hérna á laugardagskvöldum til að bókstaflega HRYNJA í það. Mjög fyndið.
Svo var Sonja að koma til að vinna hérna líka! Frekar næs sko. Nema ég er svona eins og litla barnið sem fer alltaf fyrst heim því ég er að vinna á daginn. Svo labba þær fram hjá vinnunni minni í strand-lúkkinu sínu og ég er föst í vinnunni. Einn frá SH (sailing holidays) var bara... æææj grey þú, horfa á þær leika sér í ströndinni og þú að vinna. EN það er samt allt í lagi. Ég er líka búin að kynnast fullt af fólki sem býr hér sem eru öll mjög fín.
Svo á fimmtudaginn fer ég til Berlín! Annað öööömurlegt ferðalag fram undan að vísu. Ein gella hérna er búin að bjóðast til að skutla mér á vespu (LOVE á hana) til Nidri, og þaðan tek ég rútu til Aþenu, og þaðan flýg ég til Berlín, já og Ragnheiður ég þarf að hringja í þig upp á hvernig ég á að komast frá flugvellinum og til þín. Berlín verður samt AWESOME. Britney for life sko.
Ég er ekki búin að tala eiginlega neitt við Ragnheiði þannig við verðum bara catching up. Svo er ég EKKERT búin að djamma hérna því ég er alltaf að vinna svo snemma (nema einu sinni reyndar.... jagerbombs maður….. það er sko drykkurINN hérna, þótt vodka north og green shit sé alveg kúl líka). Þannig þegar ég fer til Berlín verð ég bara eitthvað djemmin. Fyrir allt sumarið eða eitthvað.
Lífið hérna er svo mikið eins og einhver bíómynd samt sko, það er eiginlega fáránlegt. Mér líður stundum eins og ég sé í svona cheesy unglingabók eða mynd. Til dæmis megum við stelpurnar ekki fá gesti í villuna okkar. Það er bara BANNAÐ (eins og við eigum einhvern nazi-daddy). Þannig ef einhver er að rölta með manni heim, eða sækja mann eða eitthvað standa svona fyrir utan grindverkið okkar og bíða eftir okkur. Allaveganna, ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira. Nema eitt. Það býr hani við hliðina á okkur. HANI sem kann ekki að þegja. Hann byrjar að gala svona fjögur, fimm á nóttinni og hættir ekki fyrr en um miðjan dag. Ég er ekki enn farin að venjast þessum hana. Ég á samt örugglega eftir að sakna hans þegar ég kem heim. Ég er að spá í að biðja mömmu um hana. Aðallega til að hefna mín á nágranna mínum heima fyrir að vera óþolandi. Ég held mamma eigi samt ekkert eftir að hoppa hæð sína af gleði.
Allaveganna, ég verð hér til 15. október. Ef ég verð ekki rekin. Sara var að ákveða að vera líka fram í endann á seasoninu. Það er geðveikt. En hún er ekki búin að segja neinum því hún var að ákveða það bara núna. Svo ekki segja neinum!
Ég vona að fólk verði farið að átta sig á því fyrir þann tíma að ég og Sara séum ekki systur, og þaðan af síður sama manneskjan. Þetta er ótrúlegt sko. Ég fór í Supermarket um daginn að kaupa inneign (það er sko alltaf sama fólkið að vinna á sömu stöðunum – aftur þetta með vaktir hér og “the season” og það allt…) og sama gellan var að afgreiða mig í svona annað eða þriðja skiptið. Hún sagði á sinni grensku (grísk-ensku):
I have a question for you. Is your sister here? I’ve seen your sister. No, she’s not my sister, but we’re both from Iceland. She’s not your sister? But you look exactly the same.
Það var ekki liðinn klukkutími þangað til ég var að tjékka á facebook á Pirates (bar hérna í nágrenninu) og það var einhver frekar drunk gæi sem öskraði á mig: “hey you, I’ve seen your twin”.
Nafnavandræði mín eru samt hætt að trufla mig jafnmikið þótt það sé alltaf jafn fyndið ef einhver spyr mig hvað ég heiti fæ ég tvenns konar viðbrögð. Annars vegar mjög kurteist bros og svip sem skilst mjög augljóslega sem guð-minn-góður-ég-læt-bara-eins-og-ég-eigi-eftir-að-geta-sagt-þetta. Hins vegar heiðarlegu viðbrögðin sem eru bara WHAT og fólkið í kringum mig bara þagnar. Og starir. Í byrjun prófaði ég að ljúga bara að Sailing Holidays að ég hét Helena. Svo um daginn fór ég með þeim út að borða. Þegar ég kom voru þau svona 10 kannski og einn gæi sem ég kannaðist við bara heyy, everybody, this is Helena. But so what’s your real name? og þegar ég sagði það bara poppuðu augun út úr öllum. Mjög fyndið (í tíunda skipti í þesum texta). Núna er ég samt yfirleitt með einhverjum sem tekur álagið af mér og útskýrir framburðin fyrir fólki eða ég segi H-R-E-F-N-A and you pronounce the F like a B. Það skilar sér yfirleitt nokkuð vel.
Anyway. Þótt ég sé ekkert á leiðinni heim á næstunni þá hugsa ég mjög of til ykkar og sakna ykkar mjög mikið. Það gæti verið að þegar ég fer heim fari ég til Corfu (sem er bær hér rétt hjá þar sem SH crewið fer að laga bátana eða eitthvað og þau voru öll bara KOMDU). Svo gæti líka að ég fari til London eftir það og verði þar í einhvern tíma. Svo, vá hvað er skrýtið að vera ekki að fara sjá neitt ykkar fyrr en bara LATER. Don’t be a stranger samt þegar ég kem. Plís.
LOVE frá Greece.
Hrefna Helga.
ps. ég skrifaði þetta allt í gær... ég hef ekki hugmynd um hvort þetta sé birtingarhæft.
btw. mjög fyndin músasaga coming up, er ennþá í kasti... nenni samt ekki að skrifa hana núna
BERLÍN EKKI Á MORGUN HELDUR HINN:D
Ég vinn frá hálf níu til fimm á hverjum degi (frídagur og Grikkland þegar það er "season" er víst ekki málið) og Sara tekur frá fimm til lokunar. Sem getur verið allt frá eitt á nóttinni til fimm, sex. Svo á laugardagskvöldum er ég hjálp frá svona hálf 11 þangað til þau þurfa mig ekki lengur sem er yfirleitt svona tvö, þrjú. Svo aftur vinna sunnudagsmorgun. Crazy. Ég var dead eftir helgina þannig ég kom klukkutíma of seint í vinnuna í morgun. Ég veit. Slæmt. MJÖG slæmt. Þannig núna er ég basically í þeirri stöðu að ef ég geri eitthvað ekki alveg perfect þá er ég rekin. Kósí. Mjög kósí tilhugsun.
Ég sé ekki eftir því eina mínútu þrátt fyrir allt að hafa komið hingað. Fólkið frá sailing holidays eru æðisleg og geðveikt hress. Geðveikt sætir strákar sem eru að vinna á bátum sem koma alltaf hingað yfir helgina. Allir mega-tanned og sjúklega mikið djamm á þessu liði. Þau koma alltaf í vinnuna hérna á laugardagskvöldum til að bókstaflega HRYNJA í það. Mjög fyndið.
Svo var Sonja að koma til að vinna hérna líka! Frekar næs sko. Nema ég er svona eins og litla barnið sem fer alltaf fyrst heim því ég er að vinna á daginn. Svo labba þær fram hjá vinnunni minni í strand-lúkkinu sínu og ég er föst í vinnunni. Einn frá SH (sailing holidays) var bara... æææj grey þú, horfa á þær leika sér í ströndinni og þú að vinna. EN það er samt allt í lagi. Ég er líka búin að kynnast fullt af fólki sem býr hér sem eru öll mjög fín.
Svo á fimmtudaginn fer ég til Berlín! Annað öööömurlegt ferðalag fram undan að vísu. Ein gella hérna er búin að bjóðast til að skutla mér á vespu (LOVE á hana) til Nidri, og þaðan tek ég rútu til Aþenu, og þaðan flýg ég til Berlín, já og Ragnheiður ég þarf að hringja í þig upp á hvernig ég á að komast frá flugvellinum og til þín. Berlín verður samt AWESOME. Britney for life sko.
Ég er ekki búin að tala eiginlega neitt við Ragnheiði þannig við verðum bara catching up. Svo er ég EKKERT búin að djamma hérna því ég er alltaf að vinna svo snemma (nema einu sinni reyndar.... jagerbombs maður….. það er sko drykkurINN hérna, þótt vodka north og green shit sé alveg kúl líka). Þannig þegar ég fer til Berlín verð ég bara eitthvað djemmin. Fyrir allt sumarið eða eitthvað.
Lífið hérna er svo mikið eins og einhver bíómynd samt sko, það er eiginlega fáránlegt. Mér líður stundum eins og ég sé í svona cheesy unglingabók eða mynd. Til dæmis megum við stelpurnar ekki fá gesti í villuna okkar. Það er bara BANNAÐ (eins og við eigum einhvern nazi-daddy). Þannig ef einhver er að rölta með manni heim, eða sækja mann eða eitthvað standa svona fyrir utan grindverkið okkar og bíða eftir okkur. Allaveganna, ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira. Nema eitt. Það býr hani við hliðina á okkur. HANI sem kann ekki að þegja. Hann byrjar að gala svona fjögur, fimm á nóttinni og hættir ekki fyrr en um miðjan dag. Ég er ekki enn farin að venjast þessum hana. Ég á samt örugglega eftir að sakna hans þegar ég kem heim. Ég er að spá í að biðja mömmu um hana. Aðallega til að hefna mín á nágranna mínum heima fyrir að vera óþolandi. Ég held mamma eigi samt ekkert eftir að hoppa hæð sína af gleði.
Allaveganna, ég verð hér til 15. október. Ef ég verð ekki rekin. Sara var að ákveða að vera líka fram í endann á seasoninu. Það er geðveikt. En hún er ekki búin að segja neinum því hún var að ákveða það bara núna. Svo ekki segja neinum!
Ég vona að fólk verði farið að átta sig á því fyrir þann tíma að ég og Sara séum ekki systur, og þaðan af síður sama manneskjan. Þetta er ótrúlegt sko. Ég fór í Supermarket um daginn að kaupa inneign (það er sko alltaf sama fólkið að vinna á sömu stöðunum – aftur þetta með vaktir hér og “the season” og það allt…) og sama gellan var að afgreiða mig í svona annað eða þriðja skiptið. Hún sagði á sinni grensku (grísk-ensku):
I have a question for you. Is your sister here? I’ve seen your sister. No, she’s not my sister, but we’re both from Iceland. She’s not your sister? But you look exactly the same.
Það var ekki liðinn klukkutími þangað til ég var að tjékka á facebook á Pirates (bar hérna í nágrenninu) og það var einhver frekar drunk gæi sem öskraði á mig: “hey you, I’ve seen your twin”.
Nafnavandræði mín eru samt hætt að trufla mig jafnmikið þótt það sé alltaf jafn fyndið ef einhver spyr mig hvað ég heiti fæ ég tvenns konar viðbrögð. Annars vegar mjög kurteist bros og svip sem skilst mjög augljóslega sem guð-minn-góður-ég-læt-bara-eins-og-ég-eigi-eftir-að-geta-sagt-þetta. Hins vegar heiðarlegu viðbrögðin sem eru bara WHAT og fólkið í kringum mig bara þagnar. Og starir. Í byrjun prófaði ég að ljúga bara að Sailing Holidays að ég hét Helena. Svo um daginn fór ég með þeim út að borða. Þegar ég kom voru þau svona 10 kannski og einn gæi sem ég kannaðist við bara heyy, everybody, this is Helena. But so what’s your real name? og þegar ég sagði það bara poppuðu augun út úr öllum. Mjög fyndið (í tíunda skipti í þesum texta). Núna er ég samt yfirleitt með einhverjum sem tekur álagið af mér og útskýrir framburðin fyrir fólki eða ég segi H-R-E-F-N-A and you pronounce the F like a B. Það skilar sér yfirleitt nokkuð vel.
Anyway. Þótt ég sé ekkert á leiðinni heim á næstunni þá hugsa ég mjög of til ykkar og sakna ykkar mjög mikið. Það gæti verið að þegar ég fer heim fari ég til Corfu (sem er bær hér rétt hjá þar sem SH crewið fer að laga bátana eða eitthvað og þau voru öll bara KOMDU). Svo gæti líka að ég fari til London eftir það og verði þar í einhvern tíma. Svo, vá hvað er skrýtið að vera ekki að fara sjá neitt ykkar fyrr en bara LATER. Don’t be a stranger samt þegar ég kem. Plís.
LOVE frá Greece.
Hrefna Helga.
ps. ég skrifaði þetta allt í gær... ég hef ekki hugmynd um hvort þetta sé birtingarhæft.
btw. mjög fyndin músasaga coming up, er ennþá í kasti... nenni samt ekki að skrifa hana núna
BERLÍN EKKI Á MORGUN HELDUR HINN:D
8 Jul 2009
GRIKKLAND, ne ne ne ne
Jæja kæru vinir og vandamann, nær og fjær, eiginlega bara fjær samt.
Vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið að blása lífi í þessa bloggsíðu aftur til að deila með ykkur hvernig lífið er hérna í Grikklandi. Ég vara ykkur samt við, þetta gæti orðið svolítið langt.
Ég byrja bara á byrjuninni. Ég flaug til London og átti að bíða þar í fimm tíma. Þeir urðu að vísu sjö. Ég lenti í Aþenu að ganga eitt eftir miðnætti og tók taxa upp á hótel. Hápunkturinn í Aþenu, þessa sjö tíma sem ég var þar, var án efa að sitja á veitingastaðnum á efstu hæð hótelsins og horfa á upplýsta Akrópólishæð. Flest annað við Aþenu fannst mér óspennandi. Almennt frekar subbuleg borg og umferðin þar er semí klikkuð, og samt var ég ekki að ferðast á annatíma.
Þegar rútan stoppaði í Lefkada átti ég erfitt með að skilja orð Söru um smæð bæjarins. Þegar Andreas, yfirmaður minn sótti mig, tóku línurnar að skýrast, því ég var alls ekkert að fara að vera í Lefkada bænum sjálfum heldur heitir bærinn minn Sivota og hann er sko PÍNKUlítill. Bara svona til að gefa ykkur tilfinningu fyrir því þá eru tveir supermarkaðir hérna. Ég „á“ að versla í þeim sem er lengra í burtu, því pabbi Andreasar á hann. Þannig ég þarf alltaf að labba lengra, alveg í fjórar mínútur. Einn daginn líka þegar ég fékk hálftíma pásuna mína, labbaði ég niður á strönd, sótti Söru, við fórum heim og fegnum okkur að borða og ég fór aftur í vinnuna – já það tók minna en hálftíma.
Sara er bara eins og eitthvað mega seleb hérna því allir þekkja mig sem “Sara’s friend”. Við erum alltaf að vinna á móti hvor annarri svo við höfum ekki tíma til að gera neitt saman. Ég er að hugsa um að fara að láta alla kalla mig það bara því það verður ótrúlega fljótt þreytt að þurfa að segja nafnið sitt svona þrjúhundruð sinnum í hvert skipti sem einhver spyr mig hvað ég heiti. Það nær því aldrei neinn einu sinni fyrir rest. Svo hér heiti ég „sehhna“, ,„nehhna“ eða eitthvað þaðan af verra. Einn gæi sagði að það eina sem hann heyrði út úr nafninu mínu væri „crap-na“. Takk gæi. Grant er líka asnalegt nafn.
Allir hérna eru ótrúlega opnir og það er mjög auðvelt að kynnast fólki hér. Núna er ég á pirates barnum sem er með fríu interneti að drekka espresso fredo. Frekar gott sko. Þar vinnur franskur gæi sem á kærustu frá Slóvakíu, sem var svo sjúklega heppin að vespunni hennar var hent í sjóinn. Gellan sko. Einhver að vera sjúklega fyndin. Eða fullur. Eða bæði. Þau eru mjög fín.
Svo er einn gæi sem er eiginlega of friendly. Hann bauð mér út að borða annað kvöldið mitt hérna og ég bara, vá, en hann næs, smá munur frá íslensku gæjunum sem já… allavega mundu ekki púlla eitthvað svona. Svo varð hann eiginlega of friendly því hann er alltaf að kaupa drykki fyrir mig og ég held að hann sé að vona að ég verði einhvern tímann svo full að hann geti tekið mig með sér í bátinn sinn. Eftir að ég fattaði það hef ég reynt að forðast hann en hann er eins og hundur og eltir mig út um allt. Hann mætir bara í vinnuna til mín eða Söru og bara ER þar. Áðan kom hann og var held ég að bíða eftir að ég færi í pásu. Ég rauk út og var geðveikt hrædd um að hann mundi elta mig. Þegar ég fór á ströndina í dag, sofnaði ég í smá stund og þegar ég vaknaði lá hann svona þrem metrum frá mér. Sem betur fer var hann með lokuð augun svo ég sneikaði mér í yfir-bikiní-dressið og reynti að forða mér mjög hljóðlega (þið getið ímyndað ykkur hvað það er erfitt fyrir mig!). Á meðan ég var að skrifa þetta kom hann að heilsa upp á mig en ég bara lét eins og ég væri geðveikt busy (sem ég er) svo hann hvarf (sem er eins gott, því það er frekar hot gæi hérna við hliðina á mér;)). Ég og Sara erum báðar frekar þreyttar á honum. Við komumst eiginlega að þeirri niðurstöðu að hann væri svo örvæntingafullur að hann hlyti í fyrsta skipti að vera að tala við kvenfólk, hvað þá meira. Hann er sko alveg eldri en við. Svekkjandi fyrir hann.
Já og ef þið viljið vita hvernig lífið er í Grikklandi þá líður mér stundum eins og ég sé í bíómynd, eða komin aftur í fortíðina eða ég er ekki alveg viss. Ætli það sé ekki kallað menningarsjokk. Það eru sko svona sjúklega gamaldags fiskibátar hérna sem ég hélt að væru svona decoration. En nei, svo er ekki, þeir hengja netin sín upp á hverju kvöldi.
En ég þarf eiginlega að fara að taka myndir af villunni sem ég bý í hérna... ég og Sara erum saman í herbergi og í herberginu við hliðina á er stelpa frá Búlgaríu sem heitir Dóra og er mjög fín sko. Lengra nær það hús ekki en þú labbar aðeins út og þar er míní hús þar sem vaskurinn er, -úti (en undir þaki samt) og svo er hurð til hægri með klósetti og til vinstri með sturtu. Svo á annarri hlið er svona smá innskot með þaki yfir (úti sem sagt) sem er eldhúsið okkar! Frekar konfjúsing lýsing kannski en þetta er frekar steikt. Já og dining roomið okkar er garðborð og garðstólar úr plasti úti. Já og eitt enn, eða nokkur atriði, sólin hitar vatnið í sturtunni okkar svo sturta á morgnanna þýðir sturta með Ísköldu vatni. Já og svo erum við ekki með þvottavél. Við bara setjum fötin okkar með þvottaefni í bala. Þannig við erum auðvitað ekki með uppþvottavél. Æ, þetta var nú frekar ósanngjarnt. Við erum heldur ekki með uppþvottavél á barnum, eða jú reyndar, en hún notar sama vatnið allan daginn svo það þarf fyrst að vaska allt upp og svo setja það í uppþvottavélina. Mamma, ég sé þig fá hroll yfir hreinlætinu hérna. Já, og þau eru alltaf að skamma mig fyrir að nota of mikið vatn. Eða of marga klaka. Eða gleyma að slökkva ljósin. Eina sem ég gat hugsað var, vá, ég pæli ekki einu sinni í þessu, vá hvað ég er íslensk. Hrefna frá kreppu-Íslandi.Já og svo er þetta svo lítill bær að ég og Sara geymum bara lykilinn að herberginu okkar í glasi við vaskinn.
Já og svo búa foreldrar hans Andreasar við hliðina á okkur og örugglega afi hans og amma líka. Þau eru alltaf að sniglast fyrir utan húsið að tala við okkur á grísku. Privacy status hérna er svona 0,3. Btw, þá meikar gríska ekki mikinn sens. Þetta er örugglega eina tungumálið þar sem þau sneru við nei og já! Já er sko ne og nei er oki. Það getur verið mjög ruglandi. Grikkirnir bara ne, ne, ne… og maður heldur þeir séu með einhvern mega móral en þeir eru bara að kvóta hérna jájájájájá.
Já, þessi bær er sko eiginlega bara höfn og eina lífið hérna er fólk sem kemur hérna á bátum. Fullt af Englendingum og alls konar fólki sem er aðeins meira normal heldur en Grikkirnir. Fólkið sem Sara þekkir er aðallega starfsmenn í þessum bátafyrirtækjum sem sigla hérna um og koma alltaf og fara aftur á nokkurra daga fresti.
okei SEMI langt sem þetta er orðið.....
Ef einhver nennir að lesa þetta skal ég reyna að vera dugleg. Ég sakna eiginlega mest með allan frítímann sem ég hef að geta ekki bara hringt í ykkur og verið bara hæ, til í bjór eða hæ, langar þig að hitta mig?
Þannig endilega leitaðu að mér á skype, ekki það að netið sé eitthvað til að hrópa húrra yfir hérna (ekki neitt reyndar, „typical Greece“ er alveg frasi sko hérna því allt hérna virkar alveg stundum, en líka alveg stundum alveg ekki.
Netið hérna er ekki búið að virka neitt í allt kvöld. En megabeibið hérna við hliðina á mér gaf mér aðgang! Frekar næs sko… ég er mjög þakklát.
Allavega, ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra að sinni.
love, Hrefna Helga
PS. leitaðu að mér á skype nafnið mitt er Hrefna Helga og gríska númerið mitt er 00306989276022. Svo ef þú ert vinur minn og átt alltof mikla inneign getur þú alveg eytt henni í mig, svona annað slagið a.m.k.. Já og fyrir frekar details megið þið endilega meila mig á facebook eða gmail. E-mailið mitt er hrefnah.
PS2. æj ég nenni ekki að lesa þetta allt yfir einu sinni enn í leit að innsláttarvillum og/eða stafsetningarvillum. þið fyrirgefið mér.
Vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið að blása lífi í þessa bloggsíðu aftur til að deila með ykkur hvernig lífið er hérna í Grikklandi. Ég vara ykkur samt við, þetta gæti orðið svolítið langt.
Ég byrja bara á byrjuninni. Ég flaug til London og átti að bíða þar í fimm tíma. Þeir urðu að vísu sjö. Ég lenti í Aþenu að ganga eitt eftir miðnætti og tók taxa upp á hótel. Hápunkturinn í Aþenu, þessa sjö tíma sem ég var þar, var án efa að sitja á veitingastaðnum á efstu hæð hótelsins og horfa á upplýsta Akrópólishæð. Flest annað við Aþenu fannst mér óspennandi. Almennt frekar subbuleg borg og umferðin þar er semí klikkuð, og samt var ég ekki að ferðast á annatíma.
Þegar rútan stoppaði í Lefkada átti ég erfitt með að skilja orð Söru um smæð bæjarins. Þegar Andreas, yfirmaður minn sótti mig, tóku línurnar að skýrast, því ég var alls ekkert að fara að vera í Lefkada bænum sjálfum heldur heitir bærinn minn Sivota og hann er sko PÍNKUlítill. Bara svona til að gefa ykkur tilfinningu fyrir því þá eru tveir supermarkaðir hérna. Ég „á“ að versla í þeim sem er lengra í burtu, því pabbi Andreasar á hann. Þannig ég þarf alltaf að labba lengra, alveg í fjórar mínútur. Einn daginn líka þegar ég fékk hálftíma pásuna mína, labbaði ég niður á strönd, sótti Söru, við fórum heim og fegnum okkur að borða og ég fór aftur í vinnuna – já það tók minna en hálftíma.
Sara er bara eins og eitthvað mega seleb hérna því allir þekkja mig sem “Sara’s friend”. Við erum alltaf að vinna á móti hvor annarri svo við höfum ekki tíma til að gera neitt saman. Ég er að hugsa um að fara að láta alla kalla mig það bara því það verður ótrúlega fljótt þreytt að þurfa að segja nafnið sitt svona þrjúhundruð sinnum í hvert skipti sem einhver spyr mig hvað ég heiti. Það nær því aldrei neinn einu sinni fyrir rest. Svo hér heiti ég „sehhna“, ,„nehhna“ eða eitthvað þaðan af verra. Einn gæi sagði að það eina sem hann heyrði út úr nafninu mínu væri „crap-na“. Takk gæi. Grant er líka asnalegt nafn.
Allir hérna eru ótrúlega opnir og það er mjög auðvelt að kynnast fólki hér. Núna er ég á pirates barnum sem er með fríu interneti að drekka espresso fredo. Frekar gott sko. Þar vinnur franskur gæi sem á kærustu frá Slóvakíu, sem var svo sjúklega heppin að vespunni hennar var hent í sjóinn. Gellan sko. Einhver að vera sjúklega fyndin. Eða fullur. Eða bæði. Þau eru mjög fín.
Svo er einn gæi sem er eiginlega of friendly. Hann bauð mér út að borða annað kvöldið mitt hérna og ég bara, vá, en hann næs, smá munur frá íslensku gæjunum sem já… allavega mundu ekki púlla eitthvað svona. Svo varð hann eiginlega of friendly því hann er alltaf að kaupa drykki fyrir mig og ég held að hann sé að vona að ég verði einhvern tímann svo full að hann geti tekið mig með sér í bátinn sinn. Eftir að ég fattaði það hef ég reynt að forðast hann en hann er eins og hundur og eltir mig út um allt. Hann mætir bara í vinnuna til mín eða Söru og bara ER þar. Áðan kom hann og var held ég að bíða eftir að ég færi í pásu. Ég rauk út og var geðveikt hrædd um að hann mundi elta mig. Þegar ég fór á ströndina í dag, sofnaði ég í smá stund og þegar ég vaknaði lá hann svona þrem metrum frá mér. Sem betur fer var hann með lokuð augun svo ég sneikaði mér í yfir-bikiní-dressið og reynti að forða mér mjög hljóðlega (þið getið ímyndað ykkur hvað það er erfitt fyrir mig!). Á meðan ég var að skrifa þetta kom hann að heilsa upp á mig en ég bara lét eins og ég væri geðveikt busy (sem ég er) svo hann hvarf (sem er eins gott, því það er frekar hot gæi hérna við hliðina á mér;)). Ég og Sara erum báðar frekar þreyttar á honum. Við komumst eiginlega að þeirri niðurstöðu að hann væri svo örvæntingafullur að hann hlyti í fyrsta skipti að vera að tala við kvenfólk, hvað þá meira. Hann er sko alveg eldri en við. Svekkjandi fyrir hann.
Já og ef þið viljið vita hvernig lífið er í Grikklandi þá líður mér stundum eins og ég sé í bíómynd, eða komin aftur í fortíðina eða ég er ekki alveg viss. Ætli það sé ekki kallað menningarsjokk. Það eru sko svona sjúklega gamaldags fiskibátar hérna sem ég hélt að væru svona decoration. En nei, svo er ekki, þeir hengja netin sín upp á hverju kvöldi.
En ég þarf eiginlega að fara að taka myndir af villunni sem ég bý í hérna... ég og Sara erum saman í herbergi og í herberginu við hliðina á er stelpa frá Búlgaríu sem heitir Dóra og er mjög fín sko. Lengra nær það hús ekki en þú labbar aðeins út og þar er míní hús þar sem vaskurinn er, -úti (en undir þaki samt) og svo er hurð til hægri með klósetti og til vinstri með sturtu. Svo á annarri hlið er svona smá innskot með þaki yfir (úti sem sagt) sem er eldhúsið okkar! Frekar konfjúsing lýsing kannski en þetta er frekar steikt. Já og dining roomið okkar er garðborð og garðstólar úr plasti úti. Já og eitt enn, eða nokkur atriði, sólin hitar vatnið í sturtunni okkar svo sturta á morgnanna þýðir sturta með Ísköldu vatni. Já og svo erum við ekki með þvottavél. Við bara setjum fötin okkar með þvottaefni í bala. Þannig við erum auðvitað ekki með uppþvottavél. Æ, þetta var nú frekar ósanngjarnt. Við erum heldur ekki með uppþvottavél á barnum, eða jú reyndar, en hún notar sama vatnið allan daginn svo það þarf fyrst að vaska allt upp og svo setja það í uppþvottavélina. Mamma, ég sé þig fá hroll yfir hreinlætinu hérna. Já, og þau eru alltaf að skamma mig fyrir að nota of mikið vatn. Eða of marga klaka. Eða gleyma að slökkva ljósin. Eina sem ég gat hugsað var, vá, ég pæli ekki einu sinni í þessu, vá hvað ég er íslensk. Hrefna frá kreppu-Íslandi.Já og svo er þetta svo lítill bær að ég og Sara geymum bara lykilinn að herberginu okkar í glasi við vaskinn.
Já og svo búa foreldrar hans Andreasar við hliðina á okkur og örugglega afi hans og amma líka. Þau eru alltaf að sniglast fyrir utan húsið að tala við okkur á grísku. Privacy status hérna er svona 0,3. Btw, þá meikar gríska ekki mikinn sens. Þetta er örugglega eina tungumálið þar sem þau sneru við nei og já! Já er sko ne og nei er oki. Það getur verið mjög ruglandi. Grikkirnir bara ne, ne, ne… og maður heldur þeir séu með einhvern mega móral en þeir eru bara að kvóta hérna jájájájájá.
Já, þessi bær er sko eiginlega bara höfn og eina lífið hérna er fólk sem kemur hérna á bátum. Fullt af Englendingum og alls konar fólki sem er aðeins meira normal heldur en Grikkirnir. Fólkið sem Sara þekkir er aðallega starfsmenn í þessum bátafyrirtækjum sem sigla hérna um og koma alltaf og fara aftur á nokkurra daga fresti.
okei SEMI langt sem þetta er orðið.....
Ef einhver nennir að lesa þetta skal ég reyna að vera dugleg. Ég sakna eiginlega mest með allan frítímann sem ég hef að geta ekki bara hringt í ykkur og verið bara hæ, til í bjór eða hæ, langar þig að hitta mig?
Þannig endilega leitaðu að mér á skype, ekki það að netið sé eitthvað til að hrópa húrra yfir hérna (ekki neitt reyndar, „typical Greece“ er alveg frasi sko hérna því allt hérna virkar alveg stundum, en líka alveg stundum alveg ekki.
Netið hérna er ekki búið að virka neitt í allt kvöld. En megabeibið hérna við hliðina á mér gaf mér aðgang! Frekar næs sko… ég er mjög þakklát.
Allavega, ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra að sinni.
love, Hrefna Helga
PS. leitaðu að mér á skype nafnið mitt er Hrefna Helga og gríska númerið mitt er 00306989276022. Svo ef þú ert vinur minn og átt alltof mikla inneign getur þú alveg eytt henni í mig, svona annað slagið a.m.k.. Já og fyrir frekar details megið þið endilega meila mig á facebook eða gmail. E-mailið mitt er hrefnah.
PS2. æj ég nenni ekki að lesa þetta allt yfir einu sinni enn í leit að innsláttarvillum og/eða stafsetningarvillum. þið fyrirgefið mér.
Subscribe to:
Posts (Atom)