27 Sept 2009

London

Jæja þá er ég komin til London.

Ég bý í Acton. Það er víst eitthvað svaka Aussie hverfi. Þetta er nú farið að vera í þriðja skiptið sem ég flyt á nýjan stað, í nýju landi án þess að þekkja neinn þannig ég er farin að fatta hvernig þetta virkar. Fyrst fullt af einhverju flandri fram og til baka. Mikið af pælingum hvað maður sé að gera þarna. Símtöl heim endalaust að það sé nú alveg allt í lagi með mann. Svo áður en maður veit af er maður farin að þekkja fullt af einhverju liði og er alltaf að gera eitthvað.

Á þriðjudaginn fer ég í prufu á kaffinu sem ég verð vonandi að vinna. Ef ég fæ vinnuna þá verð ég væntanlega hér í London í þrjá til fjóra mánuði. Svo kæru vinir. Farið að láta ykkur hlakka til ársins 2010 því það er væntanlega í næsta skipti sem ég hitti ykkur. Nema náttúrulega þið eigið allt of mikið af monnís og skreppið hingað í heimsókn í nokkra daga (spurning um að skrá sig á póstlista hjá iceexp, I did). Ég ætla samt að reyna að fá að fara heim rétt yfir aðfangadag. En þá yrði ég örugglega bara í tvo daga og mundi bara ná að hitta family.

Ég hlakka sjúklega til að fara að byrja að vinna (ef ég fæ vinnuna). Ekkert nema kiwi að vinna þarna sem er náttúrulega príma fólk. Leist ótrúlega vel á staðinn, yfirmanninn og móralinn. Svo á þriðjudaginn verð ég líka tuttugu ára. Gamla gamla.

Later folks.

24 Sept 2009

loooondon

aaaaaahhhhhh

eg er buin ad vera i svo miklu rugli undanfarid ad tad er ekki fyndid. eda ju tad er kannski frekar fyndid fyrir ykkur ad lesa en eg var ekkert ad deyja ur hlatri a medan ollu tessu stod.

ok, eg aetla ad fara i gegnum seinustu viku.

regatta - fimmtudagur
regatta! batakeppni. var med soru og brian og fleira rugludu lidi a bat og maetti ekki i vinnuna tvi eg var ad motmaela fyrrum yfirmanni minum. horkudjamm.

fostudagur
aetladi ad hoppa a bat og fara til kefalonia og fljuga til london a laugardegi. fekk ekki flug. stod i sivota med allan farangurinn minn og var bara, jaeja, hvad nu. brookie baud mer ad fara a batnum sinum med ser til lefkada. eg hoppadi bara a batinn an tess ad vera buin ad fa borgad. akvad ad taka leigubil nidur i sivota aftur til ad fa peningana mina. tau budu mer ad vera a batnum tangad til eg fengi flug til london. takk zephy. love.

laugardagur
annar i thynnku eftir regatta hja batsfelogum minum. forum til ligia sem er mjog bjutiful stadur.

sunnudagur
forum til parga sem er ledgendery djamm stadur og einn fallegasti stadur sem eg hef farid til. gedveikur matur a costellos, total luxus. kokteilar alla nottina a sugar. total kostnadur vid kvoldid. null kronur/evrur/what ever. gott ad hafa sambond.

manudagur
vorum afram i parga. aftur mega djamm og matur a costellos og mjog naes.

tridjudagur.
eg fattadi ad eg var ekki med passann minn. eda reyndar fattadi eg tad adeins fyrr og var buin ad vera ad senda einhverjum sendiradskollum ut um allt e-mail. bad batinn minn um ad skilja mig eftir i parga. eins og stadan var vissi eg ekki hvort honum hefdi verid stolid eda hvort eg hefdi gleymt honum i sivota. eg hringdi og hringdi i andreas en hann svaradi mer ekki, enda a eg ekki neina greida inni hja teim manni. helvitin sem vinna fyrir bilaleigur neita ad lana mer bil. af tvi eg er ekki ordin tuttuguogtveggja. fokkju. eg er buin ad vera med bilprof i trju ar og fyrir utan ad hafa fengid eina hradasekt tegar eg var sautjan og hafa einu sinni keyrt a kringluna er eg prima bilstjori, ju og einu sinni bakkad a ruslatunnu. amk betri heldur en tessir grikkir. skruju. arg.
svo eg tok taxa fra parga nidur til sivota og tar reyndist passinn minn vera. hjukk. annars hefdi eg turft ad fara til atenu ad saekja um neydarpassa og vaentanlega hefdi dvol min i london kanselast. hjukk. reyndar var eg i sivota og vissi ekki alveg hvad eg aetti ad gera. tok leigubil til lefkas aftur. tadan rutu til preveza. akvad ad tjekka a flugvellinum tar hvort eg gaeti fengid flug til korfu tar sem sara og brian voru. tegar eg kom a flugvollinn var hann lokadur. LOKADUR. i know, eg vissi heldur ekki ad flugvellir lokudu. panikk. baturinn minn var komin a eyju tannig eg gat ekki hitt tau. engar rutur. panikk. panikkpanikkpanikk. sjitt. akvad ad taka leigubil til igumenitsa og reyna ad na ferju til korfu. eg hafdi ekki hugmynd um hvort ad tad gengju ferjur fra igumenitsa til korfu a tessum tima. eg akvad bara ad lata a tad reyna. leigubillinn brunadi med mig tangad. klukkan 19.15 for ferjan. eg var komin til igumenitsa klukkan 19.15. taxinn skutladi mer nanast upp i ferjuna tannig eg rett nadi seinustu ferjunni til korfu. total taxikostnadur fyrir daginn 270 evrur.
http://www.greeceathensaegeaninfo.com/a-greek-islandscapes/a-greek-island-img/ionian-map-greece-sm.gif
okei, til ad gefa ykkur sma hugmynd um tetta ferdalag er tetta kort af vesturstrond grikklands. igumenitsa er tarna efst vid albaniu. parga er a meginlandinu beint a moti paxos. sivota er naestum sydst a lefkas sem er tarna slatta fyrir sunnan. ja. eg veit. tannig tad var parga-sivota-igumenitsa-corfu

midvikudagur
seinasti dagurinn minn i grikklandi. mjog skrytid. eg og sara eyddum deginum a sundlaugarbakka og tokum svo mega djamm um kvoldid. eg a mjog skemmtilegar myndir fra tvi kvoldi. stay tuned a face.

fimmtudagur
vaknadi ennta full og for upp a flugvoll. komst ad tvi ad flugvellir og flugvelar eru ekkert skarri en eg gef teim kredit fyrir i minningunni. flaug samt yfir held eg svartfjallaland og tad er bara eitt mest toff landslag sem eg hef sed. mega skrytid. var of treytt fyrir myndir samt tannig eg a engar myndir fra tvi. lent i london. eg hringi i katrinu fraenku sem eg vissi ekki ad vaeri fraenka min og sagdi henni ad eg vaeri komin. battery a simanum i lagmarki. hun eitthvad, o shit, ertu komin, uhh, oh, okei, eg var buin ad gleyma ad tu kaemir i dag. hringdu i einhverja gellu og komdu ter nidur a victoria station. eg nadi natturulega ekki i gelluna. hringi aftur i katrinu tegar eg er komin a VS. hun sagdi mer hvert eg aetti ad taka tubid. ef tu ert farin ad baeta otarflega miklu a tig og finnst likamsraekt leidinleg ta er alvoru work out ad vera med 35 kg af farangri i tube systeminu i london. og turfa ad skipta um tube. ef tu finnur tig einhvern timann i somu stodu mundu ad vera i flegnum bol (eg klikkadi natturulega ekki a tvi). ta koma almennilegir breskir herramenn og hjalpa manni ad halda a toskunum upp og nidur troppurnar. takk bresku herramenn.
katrin sagdi mer hvernig eg aetti ad hitta hana tegar eg kom ut ur tubinu. eg natturulega misskildi hana og labbadi kolvitlaust. nuna er hun i skolanum og eg er dead. er a internet cafe ad bida eftir ad hun se buin i skolanum. eg akvad ad vera i haelum i dag. lappirnar a mer oskra a mig.

kaeri tu sem ert ad lesa bloggid mitt. ef tu dirfist til ad vera ad hlaegja ad oforum minum akkurat nuna skaltu skilja eftir komment. eg nenni ekki ad blogga fyrir engan. ta mundi eg bara skrifa dagbok.

20 Sept 2009

ja sas!

jaeja folks.

ta er eg komin med plan! Eg fludi a bat. Eg verd med teim a batnum fram a midvikudag. I kvold forum vid til Parga sem er ledgendary party baer. Svo a midvikudaginn droppa tau mer a einhverri eyju sem eg man ekki hvad heitir og tadan tek eg ferju til Korfu. I Korfu hitti eg Soru og Brian og Sophiu og Johnno og fae ad gista hja teim eina nott. A fimmtudaginn tarf eg svo ad koma mer upp a flugvoll til ad fara til London!

A fostudaginn fer eg svo i atvinnuvidtal i London og ef ad tad litur sannfaerandi ut ta verd eg vaentanlega i London fram yfir jol. Ef eg fila mig ekki i London eda eitthvad kemur upp a ta skal eg koma heim til ykkar Islendinganna minna, gefa ykkur knus og halda besta afmaeli sem tid hafid farid i.

KUDOS&LOVE fra Grikklandi!!

18 Sept 2009

grikkland

tad sem eg a ekki eftir ad sakna vid tig er hraedilegu internet tengingarnar.

tad sem eg a eftir ad sakna er allt hitt.

eg er farin fra sivota. eg by a vatninu eins og er.

eg er ad reyna ad finna flug til london. eg veit ekki hvad eg verd lengi tar.

eg er oendanlega takklat ollu goda folkinu sem eg hef kynnst.

serstaklega s&s. taer eru aedi. eg sakna ykkar beggja allt of mikid. eg hlakka til ad sja ykkur a islandi eda i london eda hvar sem er i heiminum.

overnout lotsofloveafriendsogfamily
hrefnahelgadottir

14 Sept 2009

finido

Þá er komið að því. Okkar stormasama samband hefur runnið sitt skeið. Í kvöld. Ég segi honum í kvöld. Ef ég hef kjarkinn í það.

Andreas, ég verð farin. Ég verð farin frá Sivota þann 28. september næstkomandi. Afmælið mitt verður haldið í Korfu með S og B. Þér er boðið. Það mun standa í þrjá sólarhringa. Svo fer ég til London á deit.

so long.

6 Sept 2009

islandia

FOLKS!

Hefur þú séð myndina The Groundhog Day? Já, ég líka. Lífið hérna í Grikklandi er stundum eins og ég sé föst í þeirri mynd. Veðrið hérna er alltaf eins, ég mæti alltaf í vinnuna á sama tíma, umgengst sama fólkið, borða sama matinn, á sömu stöðunum, ég er alltaf að svara sömu spurningunum um hvernig Ísland sé eiginlega, hvað ég er gömul, hvernig ég villtist til Grikklands, hvernig yfirmaður minn er að fara með mig, svo fer ég að sofa, vakna. Repeat. Repeat aftur. Einu sinni enn, repeat. Það er reyndar orðið miklu skárra eftir að ég fór að vinna á kvöldvöktum, þá er fólkið á barnum að spjalla við mann og svona, ekki bara sötrandi kaffið sitt á einhverju borði. Guð hvað kvöldvaktirnar henta mér miklu betur.

Það kom reyndar smá twist í myndina eftir að Sara og Sonja fóru. Ástin í lífi mínu hefur ekki efni á að vera leiðinlegur við mig þannig vinnan er bara farin að vera smooth. Það er samt svo geðveikt lonely hér eftir að stelpurnar fóru. Mér finnst líka óþægilegt að vera ein í húsinu. Sailing Holidays eru auðvitað hér en þau þurfa samt oft að vinna eða fara eitthvert.

Seinasti fimmtudagur var samt geðveikt skemmtilegur, nokkrir af SH crewinu komu og drukku sig full í vinnunni og keyptu fullt af drykkjum fyrir mig og ég var eiginlega bara að djamma með þeim. Þegar ég var búin að vinna fór ég svo með þeim í einn af bátunum þar sem djammið hélt áfram. Guð hvað er næs að geta lyft sér upp annað slagið.

Ég er annars að verða klikkuð, netið hérna hefur alltaf verið erfitt viðureignar en er núna bara ómögulegt. Þeir eru hættir að vera með WiFi á Pirates barnum sem ég sat alltaf á, ég get hvorki tengst Family né SH netinu og tölvurnar í súpermarkaðnum hafa ekki virkað í 10 daga. Það skilur eftir netið á Yacht Bar sem virkar alltaf. Eina vandamálið er að ég eyði helmingnum af öllum mínum tíma þar og hef engan sérstakan áhuga á að eyða meiri tíma þar en ég nauðsynlega þarf.

Þótt að vinnan sé lúxus miðað við það sem hún var áður veit ég ekki hversu lengi ég þrífst hérna ein. Ég ætla að reyna að þrauka út september samt. Ég get ekki beðið eftir að fara til London eða koma heim, hvort sem verður.

Mig langar svo mikið til London og upplifa stórborgarlífið. Ótrúlegt hvað fólk hefur sterkar skoðanir á London samt. Sjö af hverjum tíu sem ég tala við vara mig London og segja að það sé ömurleg borg, sko ÖMURLEG. Restin er fólk sem er annað hvort frá London eða hefur búið þar og segja að það sé æðislegur staður.

Kæru vinir, sorry hvað ég SÖKKA í að halda sambandi við ykkur öll. Það þýðir ekki að ég sé búin að gleyma ykkur, ég sakna ykkar geðveikt mikið. En ég hef bara ekkert svo mikinn frítíma og ég hef yfirleitt ekki orku í að eyða honum í þeirri trú um að internetið hérna virki bara víst ágætlega.

Ég sendi strauma yfir hafið til ykkar allra. Plís ekki vera búin að gleyma mér þegar ég kem heim. Ég elska þegar þið hringið í mig, ég fæ SMS frá ykkur, komment eða mail á facebook eða komment á bloggsíðuna svo ég viti að þið séuð á lífi og ekki búin að gleyma mér. Ég veit ég svara ekki alltaf strax en í alvöru, it makes my day.

LOVE
-hrefnahelga