10 Jan 2010

Lundunir.

Sara Margret Hardardottir.

Elin Ros Eliasdottir.

Birta Aradottir.

Helga Waage.

Torarinn Stefansson.

Fridsemd Sveinsdottir.

Helgi Hjalmarsson.

Arora Arnadottir.

Tessi listi er klarlega elitan. Tetta folk kemur ad ollum likindum til med ad hitta mig i london. I tessum manudi eda naesta. Va. Ma eg vera med. Nei, biddu. Tau eru ad koma ad hitta mig. Naestum oll bara til ad hitta mig. Sum eiga bara leid herna um reyndar.

Sjitt.

Tad var lika snilld tegar Lara var herna. Svo er reyndar Grace ad fara. En hun sokkar hvort sem er.



PS. Eg skil ekki alveg af hverju eg er ad borga mig inn a internet cafe tar sem facebook virkar ekki. Hvad annad gerir madur i tolvunni? Svika internet cafe.

PS2. Hefuru fattad hvad dagsetningin i dag er mega ruglingsleg. 10.01.10 eda 01.10.10 eftir tvi hvada systemi tu ferd eftir. tetta er eins og svona tolvukodi. eins gott ad vera ekki talnalesblindur i dag.

6 Jan 2010

TAKK FYRIR ÁRATUGINN.

áratugur. sem ég man eftir. sjitt hvað ég er gömul. förum aðeins í gegnum þetta. ég er ekki með nein gögn á mér, svo þetta gæti allt verið haugalygi.

2000
ég man enn eftir 2000 partyinu sem var í bílskúrnum hjá diddu. það var sko ógeðslegt því það var sko VANGAkeppni. í verðlaun var samt sko GEISLADISKUR (fyrir tíma downloads). kúl maður. annars man ég ekki mikið eftir 2000. ég var held ég bara eitthvað að vera 10 ára.

2001
ég var örugglega að lesa harry potter. eða eitthvað. já og mamma gaf mér sko nokia 3310. það var svalast í heimi að senda svona "kúl" sms. svona bangsa að knúsa mann eða eitthvað þegar maður fletti niður. geðveikt. við fengum líka að fara á BÖLL. vá, það var það svalasta í heimi.

2002
sjöundi bekkur. vá við vorum sko ELST í skólanum fyrir utan unglingadeildina. vá hvað við vorum gömul. ég held að ég hafi líka flutt út á álftanes. hugrún og eydís fæddust. ég bjó í barmahlíðinni við hliðina á maríu og ská á móti rakel. hinn ledgendary Hringur var stofnaður. ég, diljá, maría, rakel, ragnheiður og bergdís til að byrja með og svo bættist iðunn við. við áttum svona hringabækur þar sem við skrifuðum færslur á borð við:
í dag hittumst við hjá rakel. hún var með fullt af góðum kökum. ég kom með kex og diljá kom með snakk og ragnheiður kom með gos.
svo voru HINAR stelpurnar eitthvað með móral og stofnuðu jónas geit. útileikir voru það mest kúl sem var til. ég held að besti hittingurinn sem við höfum haldið hafi verið þegar jónas geit og hringurinn héldu fund saman heima hjá mér á álftanesinu og við fórum í vatnsblöðrustríð. ég hélt líka upp á afmælið mitt með náttfataþema upp á álftanesi.
já og freestyle. ómæjgad krakkar.
já og reykir. slagir í matsalnum anyone? hendandi svínasnitselum á milli borða og svona.

2003
ég fermdist. ég var í 8. KS sem var án efa frekar hress bekkur. hringurinn hætti saman. örugglega því við vorum allar ógeðslega miklar gelgjur. ég held að þetta tímabil hafi verið hápunktur svokallaðara "myndaflippa". á þessum tíma áttu allir folk.is/eitthvadkul heimasíður. ég dó svona þrisvar á dag úr stressi yfir samræmdu prófunum. án gríns, ég man miklu meira eftir sjöunda heldur en áttunda bekk. greinilega ekki margt spennandi í gangi.

2004
níundi bekkur. við sáum um leikritið. ég fæ ennþá samviskubit yfir að hafa tekið þátt í að leika óendanlega dramatíska ástarþríhyrning bróðir hans pálma. fullt af drama í gangi hérna. mest út af engu held ég. ég klæddi mig í ógeðslega ljót föt man ég. plasthringir, plasteyrnalokkar, röndóttar sokkabuxur, doppótt pils. jesús. vá hvað mér fannst þetta kúl samt. vinahópar á blogcentral síðum er það svalasta sem þekkist.

2005
án efa leiðinlegasta ár grunnskólans. hér er ég búin að vera í hlíðaskóla í tíu ár. ég er komin með ógeð af öllu fólkinu, öllum krökkunum, náminu og bókstaflega öllu. drullufegin þegar ég útskrifaðist loksins. skoraði tíu í stærðfræði á samræmdu prófunum. örugglega eina einkunn sem ég á nokkurn tímann eftir að muna. ég sótti um í mr því ég meikaði ekki að fara í sama skóla og allir hinir (mh eða versló). ég fríkaði út og breytti umsókninni. restina af sumrinu vissi ég ekki hvort ég væri að fara í mh eða mr.
ég og sara ákváðum að akureyri væri málið. um leið og færi gafst lá leiðin til akureyrar. áður en ég vissi af var ég farin að hlusta á metal. ég. ég veit.
ég og mamma og ragnheiður og mamma fórum í stelpuferð til köben. köben stendur nú alltaf fyrir sínu.
kom í ljós að ég fór í mr. þriðja e. byrjaði svo sem ágætlega en ég hafði nú ekkert sérstaklega gaman af þessum skóla.

2006
mr fer að gera vart við sig sem leiðinlegasta pæling ever. mér fannst fólkið leiðinlegt, námið leiðinlegt og eiginlega bara allt leiðinlegt.
við fórum samt til danmerkur. ég og diljá og ragnheiður og anna ákváðum að fara til köben. kemur í ljós að hinar stelpurnar úr gaggó ákváðu að gera það sama OG vera á sama hóteli (gistiheimili) og við. ekki kúl. ekki fyrsta daginn amk. svo var eiginlega bara gaman að vera sjö stelpur í köben þar sem er hægt að kaupa bjór þegar maður er sextán. og gengi krónunnar var eitthvað sem ég pældi nú ekkert sérstaklega mikið í. en það var mjög hagstætt þar sem við lifðum þarna í viku eins og prinsessur, að eyða sumarhýrunni okkar í h&m og öðrum fatabúðum í okkar gömlu góðu köben. ég pældi nú ekkert sérstaklega í því að þetta var væntanlega í síðasta skipti í mjög langan tíma þar sem var ódýrt að fara til útlanda að versla.
þetta var líka árið sem ég varð skinka. og alveg últra. ég tanaði meira en ásgeir kolbeins og var ógsilega töff.

2007
fór loksins að kunna ágætlega við mig í mr. byrjaði í sminkinu í herranótt, byrjaði í fimmta bekk og allt var bara nokkuð gott. tók þátt í félagslífinu af fullum krafti, var að vinna á caruso, djamma á prikinu og almennt að vera kúl.

2008
nosferatu á herranótt. svalasta vampíra sem ég hef séð. twilight hvað? frekar skemmtilegt tímabil. útskriftarferð á rhodos. bjó úti í lúxemborg um sumarið að passa lítinn prins. hvað var ekki að gerast?

2009
dimmisio - útskrift úr mr - grikkland og london. alvöru ár. ekkert að þessu.

2010-2020
vá, ég hlakka til. hver veit?


bestu bestu, Hrefna Helgadóttir

ps. hversu furðulegt er að ég get tekið heilan áratug saman í normal langri bloggfærslu þegar ég get gert sjúklega langa bloggfærslu um eitt eða tvö atvik. frekar fyndið ef þú pælir í því.

2 Jan 2010

gledilegt ar

gott folk

og takk fyrir allt gamalt og gott.

og meira ad segja gledilegan aratug.