-ég á ótrúlega fallega fjölskyldu heima á íslandi sem mig langar að knúsa og kyssa og borða kvöldmat með og heyra hvað þau hafa að segja á hverjum degi
-ég á marga fjöruga og skemmtilega vini á íslandi sem eru að fara í gegnum vænantlega eitt af skemmtilegustu tímabilum ævinnar, þ.e. að móta hvað þau eiga eftir að verða, og ég mundi elska að vera til staðar fyrir þá í gegnum þykkt og þunnt
-ég á dásamlega vini og vinnufélaga í london sem koma fram við mig eins og ég sé fjölskyldan þeirra
-ég fæ heimsóknir hingað í stórborgina frá vinum og vandamönnum sem dekra mig í bak og fyrir
-ég á kærasta sem er allt sem ég gæti óskað mér
-ég er í vinnu sem ég hef gaman af, þar sem ég er vel metin og er á frábærum stað
-ég á heimili á íslandi
-ég á heimili í london
-ég gæti flutt til ástralíu þar sem ég á enn fleiri að
-ég get lært hvað sem ég vil
mig langar rosalega mikið að sinna öllu ofantöldu betur en ég geri EN
kannski er ég þreytt
kannski vil ég loka mig af inni í herbergi eftir að hafa sinnt pirrandi kúnnum, verið að vinna með samstarfsfélögum sem vita ekki neitt allan daginn og tekið enn eina ofurfulla lest með milljón illa lyktandi, freku og fúlu fólki
kannski er ég ótrúlega sjálfselsk og vanþakklát fyrir það sem ég hef
kannski er ég "bara tuttugu ára" og ung og vitlaus
kannski ætti ég bara að taka mig saman í andlitinu, verða skipulagðari, duglegri, leggja meiri rækt við það sem ég hef, taka ákvarðanir og koma því sem ég vil að gerist í verk