Ég get eiginlega ekki haft undirtitilinn á blogginu að ég sé íslenska Carrie Bradshaw, sem átti samt bara að vera sjúklega vondur húmor ala moi út af þessari mynd, án þess að koma inn á kk.
Ég hélt alltaf að reglan væri að strákar = vesen.
Ég er ekki viss lengur. Kannski er ég ekkert skárri.
Veistu ekki líka hvernig þetta er? Annað hvort er maður einhvern veginn ekki skotin í neinum og er komin með ógeð á öllum strákunum sem maður þekkir eða maður er bara skotin í þeim bókstaflega öllum í einu og allt í graut. Kannski er þetta bara disfunction í mér samt.
Það er samt svo gaman að vera skotin í einhverjum. Án þess að taka eftir því er maður allt í einu búin að vanda sig geðveikt að mála sig, velja föt og reynir að vera gg pæja.
xoxo
No comments:
Post a Comment