8 Jul 2009

GRIKKLAND, ne ne ne ne

Jæja kæru vinir og vandamann, nær og fjær, eiginlega bara fjær samt.

Vegna fjölda áskoranna hef ég ákveðið að blása lífi í þessa bloggsíðu aftur til að deila með ykkur hvernig lífið er hérna í Grikklandi. Ég vara ykkur samt við, þetta gæti orðið svolítið langt.

Ég byrja bara á byrjuninni. Ég flaug til London og átti að bíða þar í fimm tíma. Þeir urðu að vísu sjö. Ég lenti í Aþenu að ganga eitt eftir miðnætti og tók taxa upp á hótel. Hápunkturinn í Aþenu, þessa sjö tíma sem ég var þar, var án efa að sitja á veitingastaðnum á efstu hæð hótelsins og horfa á upplýsta Akrópólishæð. Flest annað við Aþenu fannst mér óspennandi. Almennt frekar subbuleg borg og umferðin þar er semí klikkuð, og samt var ég ekki að ferðast á annatíma.

Þegar rútan stoppaði í Lefkada átti ég erfitt með að skilja orð Söru um smæð bæjarins. Þegar Andreas, yfirmaður minn sótti mig, tóku línurnar að skýrast, því ég var alls ekkert að fara að vera í Lefkada bænum sjálfum heldur heitir bærinn minn Sivota og hann er sko PÍNKUlítill. Bara svona til að gefa ykkur tilfinningu fyrir því þá eru tveir supermarkaðir hérna. Ég „á“ að versla í þeim sem er lengra í burtu, því pabbi Andreasar á hann. Þannig ég þarf alltaf að labba lengra, alveg í fjórar mínútur. Einn daginn líka þegar ég fékk hálftíma pásuna mína, labbaði ég niður á strönd, sótti Söru, við fórum heim og fegnum okkur að borða og ég fór aftur í vinnuna – já það tók minna en hálftíma.

Sara er bara eins og eitthvað mega seleb hérna því allir þekkja mig sem “Sara’s friend”. Við erum alltaf að vinna á móti hvor annarri svo við höfum ekki tíma til að gera neitt saman. Ég er að hugsa um að fara að láta alla kalla mig það bara því það verður ótrúlega fljótt þreytt að þurfa að segja nafnið sitt svona þrjúhundruð sinnum í hvert skipti sem einhver spyr mig hvað ég heiti. Það nær því aldrei neinn einu sinni fyrir rest. Svo hér heiti ég „sehhna“, ,„nehhna“ eða eitthvað þaðan af verra. Einn gæi sagði að það eina sem hann heyrði út úr nafninu mínu væri „crap-na“. Takk gæi. Grant er líka asnalegt nafn.

Allir hérna eru ótrúlega opnir og það er mjög auðvelt að kynnast fólki hér. Núna er ég á pirates barnum sem er með fríu interneti að drekka espresso fredo. Frekar gott sko. Þar vinnur franskur gæi sem á kærustu frá Slóvakíu, sem var svo sjúklega heppin að vespunni hennar var hent í sjóinn. Gellan sko. Einhver að vera sjúklega fyndin. Eða fullur. Eða bæði. Þau eru mjög fín.

Svo er einn gæi sem er eiginlega of friendly. Hann bauð mér út að borða annað kvöldið mitt hérna og ég bara, vá, en hann næs, smá munur frá íslensku gæjunum sem já… allavega mundu ekki púlla eitthvað svona. Svo varð hann eiginlega of friendly því hann er alltaf að kaupa drykki fyrir mig og ég held að hann sé að vona að ég verði einhvern tímann svo full að hann geti tekið mig með sér í bátinn sinn. Eftir að ég fattaði það hef ég reynt að forðast hann en hann er eins og hundur og eltir mig út um allt. Hann mætir bara í vinnuna til mín eða Söru og bara ER þar. Áðan kom hann og var held ég að bíða eftir að ég færi í pásu. Ég rauk út og var geðveikt hrædd um að hann mundi elta mig. Þegar ég fór á ströndina í dag, sofnaði ég í smá stund og þegar ég vaknaði lá hann svona þrem metrum frá mér. Sem betur fer var hann með lokuð augun svo ég sneikaði mér í yfir-bikiní-dressið og reynti að forða mér mjög hljóðlega (þið getið ímyndað ykkur hvað það er erfitt fyrir mig!). Á meðan ég var að skrifa þetta kom hann að heilsa upp á mig en ég bara lét eins og ég væri geðveikt busy (sem ég er) svo hann hvarf (sem er eins gott, því það er frekar hot gæi hérna við hliðina á mér;)). Ég og Sara erum báðar frekar þreyttar á honum. Við komumst eiginlega að þeirri niðurstöðu að hann væri svo örvæntingafullur að hann hlyti í fyrsta skipti að vera að tala við kvenfólk, hvað þá meira. Hann er sko alveg eldri en við. Svekkjandi fyrir hann.

Já og ef þið viljið vita hvernig lífið er í Grikklandi þá líður mér stundum eins og ég sé í bíómynd, eða komin aftur í fortíðina eða ég er ekki alveg viss. Ætli það sé ekki kallað menningarsjokk. Það eru sko svona sjúklega gamaldags fiskibátar hérna sem ég hélt að væru svona decoration. En nei, svo er ekki, þeir hengja netin sín upp á hverju kvöldi.

En ég þarf eiginlega að fara að taka myndir af villunni sem ég bý í hérna... ég og Sara erum saman í herbergi og í herberginu við hliðina á er stelpa frá Búlgaríu sem heitir Dóra og er mjög fín sko. Lengra nær það hús ekki en þú labbar aðeins út og þar er míní hús þar sem vaskurinn er, -úti (en undir þaki samt) og svo er hurð til hægri með klósetti og til vinstri með sturtu. Svo á annarri hlið er svona smá innskot með þaki yfir (úti sem sagt) sem er eldhúsið okkar! Frekar konfjúsing lýsing kannski en þetta er frekar steikt. Já og dining roomið okkar er garðborð og garðstólar úr plasti úti. Já og eitt enn, eða nokkur atriði, sólin hitar vatnið í sturtunni okkar svo sturta á morgnanna þýðir sturta með Ísköldu vatni. Já og svo erum við ekki með þvottavél. Við bara setjum fötin okkar með þvottaefni í bala. Þannig við erum auðvitað ekki með uppþvottavél. Æ, þetta var nú frekar ósanngjarnt. Við erum heldur ekki með uppþvottavél á barnum, eða jú reyndar, en hún notar sama vatnið allan daginn svo það þarf fyrst að vaska allt upp og svo setja það í uppþvottavélina. Mamma, ég sé þig fá hroll yfir hreinlætinu hérna. Já, og þau eru alltaf að skamma mig fyrir að nota of mikið vatn. Eða of marga klaka. Eða gleyma að slökkva ljósin. Eina sem ég gat hugsað var, vá, ég pæli ekki einu sinni í þessu, vá hvað ég er íslensk. Hrefna frá kreppu-Íslandi.Já og svo er þetta svo lítill bær að ég og Sara geymum bara lykilinn að herberginu okkar í glasi við vaskinn.

Já og svo búa foreldrar hans Andreasar við hliðina á okkur og örugglega afi hans og amma líka. Þau eru alltaf að sniglast fyrir utan húsið að tala við okkur á grísku. Privacy status hérna er svona 0,3. Btw, þá meikar gríska ekki mikinn sens. Þetta er örugglega eina tungumálið þar sem þau sneru við nei og já! Já er sko ne og nei er oki. Það getur verið mjög ruglandi. Grikkirnir bara ne, ne, ne… og maður heldur þeir séu með einhvern mega móral en þeir eru bara að kvóta hérna jájájájájá.

Já, þessi bær er sko eiginlega bara höfn og eina lífið hérna er fólk sem kemur hérna á bátum. Fullt af Englendingum og alls konar fólki sem er aðeins meira normal heldur en Grikkirnir. Fólkið sem Sara þekkir er aðallega starfsmenn í þessum bátafyrirtækjum sem sigla hérna um og koma alltaf og fara aftur á nokkurra daga fresti.

okei SEMI langt sem þetta er orðið.....

Ef einhver nennir að lesa þetta skal ég reyna að vera dugleg. Ég sakna eiginlega mest með allan frítímann sem ég hef að geta ekki bara hringt í ykkur og verið bara hæ, til í bjór eða hæ, langar þig að hitta mig?
Þannig endilega leitaðu að mér á skype, ekki það að netið sé eitthvað til að hrópa húrra yfir hérna (ekki neitt reyndar, „typical Greece“ er alveg frasi sko hérna því allt hérna virkar alveg stundum, en líka alveg stundum alveg ekki.

Netið hérna er ekki búið að virka neitt í allt kvöld. En megabeibið hérna við hliðina á mér gaf mér aðgang! Frekar næs sko… ég er mjög þakklát.

Allavega, ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra að sinni.

love, Hrefna Helga

PS. leitaðu að mér á skype nafnið mitt er Hrefna Helga og gríska númerið mitt er 00306989276022. Svo ef þú ert vinur minn og átt alltof mikla inneign getur þú alveg eytt henni í mig, svona annað slagið a.m.k.. Já og fyrir frekar details megið þið endilega meila mig á facebook eða gmail. E-mailið mitt er hrefnah.

PS2. æj ég nenni ekki að lesa þetta allt yfir einu sinni enn í leit að innsláttarvillum og/eða stafsetningarvillum. þið fyrirgefið mér.

4 comments:

birta said...

OMG. hljómar tryllt og galið. myndi aldrei meika hitann en þetta hljómar samt svo naaaaaaiiiz. djammið er ekki jafnskrautlegt án þín.
hafðu það sem allra best! bið að heila söru!
birta.

ólöf said...

mér finnst þetta bara hljóma nokkuð spennandi, vissi ekki að ferðin þín þarna út væri svona löng..(ekki það að það sé ákveðið ennþá HVERSU löng..en þú veist..) en vona að þú fílir þetta..mjög næs tækifæri líka bara..að komast aðeins burt og þroskast í leiðinni..held að margir fatti líka í svona ferðum hvað þeim langar að verða eða næsta plan..eða eitthvað..

anyways..ég er farin að rugla
en vona að það sé gaman hjá þér;)

Andrea said...

Bara svo þú vitir þá ætla ég að gefa þessari tan-keppni verðuga samkeppni, en við verðum einhvernvegin að gera veginn skala þar sem þú færð brúnkustig en ég skal telja freknurnar mínar samviskusamlega. Með því móti tel ég mig eiga möguleika. Ég er eins og eitthvað freknuskrímsli eftir ferðina út á land. Íris brann líka á öxl. Samt bara annarri.

P.s. Staðfestingaorðið mitt er expepsy. Hljómar eins og klikkaður kokteill. Ég held ég verði að stinga upp á þessu nafni við Ronnie.

Unknown said...

Andrea.... mig langar i expepsy.

Tad er svo gott afengi herna uti sko. Topp fimm listi yfir drykki herna er:
1. Smirnoff North
2. Ursos
3. Green shit
4. Jager bomb (tad er nu lika a Islandi)
5. EXPEPSY