21 Jul 2009

yassú!

Heyrðu allir eru að segja að ég verði að vera duglegri að bloggga! Svo hér er mitt framlag. Ég ætti kannski að gera fleiri og styttri blogg svo fólk nenni frekar að lesa, en þúst, beggers can't be choosers.

Ég vinn frá hálf níu til fimm á hverjum degi (frídagur og Grikkland þegar það er "season" er víst ekki málið) og Sara tekur frá fimm til lokunar. Sem getur verið allt frá eitt á nóttinni til fimm, sex. Svo á laugardagskvöldum er ég hjálp frá svona hálf 11 þangað til þau þurfa mig ekki lengur sem er yfirleitt svona tvö, þrjú. Svo aftur vinna sunnudagsmorgun. Crazy. Ég var dead eftir helgina þannig ég kom klukkutíma of seint í vinnuna í morgun. Ég veit. Slæmt. MJÖG slæmt. Þannig núna er ég basically í þeirri stöðu að ef ég geri eitthvað ekki alveg perfect þá er ég rekin. Kósí. Mjög kósí tilhugsun.

Ég sé ekki eftir því eina mínútu þrátt fyrir allt að hafa komið hingað. Fólkið frá sailing holidays eru æðisleg og geðveikt hress. Geðveikt sætir strákar sem eru að vinna á bátum sem koma alltaf hingað yfir helgina. Allir mega-tanned og sjúklega mikið djamm á þessu liði. Þau koma alltaf í vinnuna hérna á laugardagskvöldum til að bókstaflega HRYNJA í það. Mjög fyndið.

Svo var Sonja að koma til að vinna hérna líka! Frekar næs sko. Nema ég er svona eins og litla barnið sem fer alltaf fyrst heim því ég er að vinna á daginn. Svo labba þær fram hjá vinnunni minni í strand-lúkkinu sínu og ég er föst í vinnunni. Einn frá SH (sailing holidays) var bara... æææj grey þú, horfa á þær leika sér í ströndinni og þú að vinna. EN það er samt allt í lagi. Ég er líka búin að kynnast fullt af fólki sem býr hér sem eru öll mjög fín.

Svo á fimmtudaginn fer ég til Berlín! Annað öööömurlegt ferðalag fram undan að vísu. Ein gella hérna er búin að bjóðast til að skutla mér á vespu (LOVE á hana) til Nidri, og þaðan tek ég rútu til Aþenu, og þaðan flýg ég til Berlín, já og Ragnheiður ég þarf að hringja í þig upp á hvernig ég á að komast frá flugvellinum og til þín. Berlín verður samt AWESOME. Britney for life sko.
Ég er ekki búin að tala eiginlega neitt við Ragnheiði þannig við verðum bara catching up. Svo er ég EKKERT búin að djamma hérna því ég er alltaf að vinna svo snemma (nema einu sinni reyndar.... jagerbombs maður….. það er sko drykkurINN hérna, þótt vodka north og green shit sé alveg kúl líka). Þannig þegar ég fer til Berlín verð ég bara eitthvað djemmin. Fyrir allt sumarið eða eitthvað.

Lífið hérna er svo mikið eins og einhver bíómynd samt sko, það er eiginlega fáránlegt. Mér líður stundum eins og ég sé í svona cheesy unglingabók eða mynd. Til dæmis megum við stelpurnar ekki fá gesti í villuna okkar. Það er bara BANNAÐ (eins og við eigum einhvern nazi-daddy). Þannig ef einhver er að rölta með manni heim, eða sækja mann eða eitthvað standa svona fyrir utan grindverkið okkar og bíða eftir okkur. Allaveganna, ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira. Nema eitt. Það býr hani við hliðina á okkur. HANI sem kann ekki að þegja. Hann byrjar að gala svona fjögur, fimm á nóttinni og hættir ekki fyrr en um miðjan dag. Ég er ekki enn farin að venjast þessum hana. Ég á samt örugglega eftir að sakna hans þegar ég kem heim. Ég er að spá í að biðja mömmu um hana. Aðallega til að hefna mín á nágranna mínum heima fyrir að vera óþolandi. Ég held mamma eigi samt ekkert eftir að hoppa hæð sína af gleði.

Allaveganna, ég verð hér til 15. október. Ef ég verð ekki rekin. Sara var að ákveða að vera líka fram í endann á seasoninu. Það er geðveikt. En hún er ekki búin að segja neinum því hún var að ákveða það bara núna. Svo ekki segja neinum!

Ég vona að fólk verði farið að átta sig á því fyrir þann tíma að ég og Sara séum ekki systur, og þaðan af síður sama manneskjan. Þetta er ótrúlegt sko. Ég fór í Supermarket um daginn að kaupa inneign (það er sko alltaf sama fólkið að vinna á sömu stöðunum – aftur þetta með vaktir hér og “the season” og það allt…) og sama gellan var að afgreiða mig í svona annað eða þriðja skiptið. Hún sagði á sinni grensku (grísk-ensku):
I have a question for you. Is your sister here? I’ve seen your sister. No, she’s not my sister, but we’re both from Iceland. She’s not your sister? But you look exactly the same.
Það var ekki liðinn klukkutími þangað til ég var að tjékka á facebook á Pirates (bar hérna í nágrenninu) og það var einhver frekar drunk gæi sem öskraði á mig: “hey you, I’ve seen your twin”.

Nafnavandræði mín eru samt hætt að trufla mig jafnmikið þótt það sé alltaf jafn fyndið ef einhver spyr mig hvað ég heiti fæ ég tvenns konar viðbrögð. Annars vegar mjög kurteist bros og svip sem skilst mjög augljóslega sem guð-minn-góður-ég-læt-bara-eins-og-ég-eigi-eftir-að-geta-sagt-þetta. Hins vegar heiðarlegu viðbrögðin sem eru bara WHAT og fólkið í kringum mig bara þagnar. Og starir. Í byrjun prófaði ég að ljúga bara að Sailing Holidays að ég hét Helena. Svo um daginn fór ég með þeim út að borða. Þegar ég kom voru þau svona 10 kannski og einn gæi sem ég kannaðist við bara heyy, everybody, this is Helena. But so what’s your real name? og þegar ég sagði það bara poppuðu augun út úr öllum. Mjög fyndið (í tíunda skipti í þesum texta). Núna er ég samt yfirleitt með einhverjum sem tekur álagið af mér og útskýrir framburðin fyrir fólki eða ég segi H-R-E-F-N-A and you pronounce the F like a B. Það skilar sér yfirleitt nokkuð vel.

Anyway. Þótt ég sé ekkert á leiðinni heim á næstunni þá hugsa ég mjög of til ykkar og sakna ykkar mjög mikið. Það gæti verið að þegar ég fer heim fari ég til Corfu (sem er bær hér rétt hjá þar sem SH crewið fer að laga bátana eða eitthvað og þau voru öll bara KOMDU). Svo gæti líka að ég fari til London eftir það og verði þar í einhvern tíma. Svo, vá hvað er skrýtið að vera ekki að fara sjá neitt ykkar fyrr en bara LATER. Don’t be a stranger samt þegar ég kem. Plís.

LOVE frá Greece.
Hrefna Helga.

ps. ég skrifaði þetta allt í gær... ég hef ekki hugmynd um hvort þetta sé birtingarhæft.

btw. mjög fyndin músasaga coming up, er ennþá í kasti... nenni samt ekki að skrifa hana núna

BERLÍN EKKI Á MORGUN HELDUR HINN:D

2 comments:

Anonymous said...

ég held ég hafi aldrei séð jafn langt blogg!<3
Gaman að heyra hvað þú ert að dunda þér í útlandinu;*
Keep them coming - Ég fylgist með:)
xoxo
Diljá sem væri alveg til í email;**

Anonymous said...

p.s
ég hló svo mikið af hana-sögunni:)
djÖfull myndi mamma þín dýrka þá hugmynd;) heheh
- DB