FOLKS!
Hefur þú séð myndina The Groundhog Day? Já, ég líka. Lífið hérna í Grikklandi er stundum eins og ég sé föst í þeirri mynd. Veðrið hérna er alltaf eins, ég mæti alltaf í vinnuna á sama tíma, umgengst sama fólkið, borða sama matinn, á sömu stöðunum, ég er alltaf að svara sömu spurningunum um hvernig Ísland sé eiginlega, hvað ég er gömul, hvernig ég villtist til Grikklands, hvernig yfirmaður minn er að fara með mig, svo fer ég að sofa, vakna. Repeat. Repeat aftur. Einu sinni enn, repeat. Það er reyndar orðið miklu skárra eftir að ég fór að vinna á kvöldvöktum, þá er fólkið á barnum að spjalla við mann og svona, ekki bara sötrandi kaffið sitt á einhverju borði. Guð hvað kvöldvaktirnar henta mér miklu betur.
Það kom reyndar smá twist í myndina eftir að Sara og Sonja fóru. Ástin í lífi mínu hefur ekki efni á að vera leiðinlegur við mig þannig vinnan er bara farin að vera smooth. Það er samt svo geðveikt lonely hér eftir að stelpurnar fóru. Mér finnst líka óþægilegt að vera ein í húsinu. Sailing Holidays eru auðvitað hér en þau þurfa samt oft að vinna eða fara eitthvert.
Seinasti fimmtudagur var samt geðveikt skemmtilegur, nokkrir af SH crewinu komu og drukku sig full í vinnunni og keyptu fullt af drykkjum fyrir mig og ég var eiginlega bara að djamma með þeim. Þegar ég var búin að vinna fór ég svo með þeim í einn af bátunum þar sem djammið hélt áfram. Guð hvað er næs að geta lyft sér upp annað slagið.
Ég er annars að verða klikkuð, netið hérna hefur alltaf verið erfitt viðureignar en er núna bara ómögulegt. Þeir eru hættir að vera með WiFi á Pirates barnum sem ég sat alltaf á, ég get hvorki tengst Family né SH netinu og tölvurnar í súpermarkaðnum hafa ekki virkað í 10 daga. Það skilur eftir netið á Yacht Bar sem virkar alltaf. Eina vandamálið er að ég eyði helmingnum af öllum mínum tíma þar og hef engan sérstakan áhuga á að eyða meiri tíma þar en ég nauðsynlega þarf.
Þótt að vinnan sé lúxus miðað við það sem hún var áður veit ég ekki hversu lengi ég þrífst hérna ein. Ég ætla að reyna að þrauka út september samt. Ég get ekki beðið eftir að fara til London eða koma heim, hvort sem verður.
Mig langar svo mikið til London og upplifa stórborgarlífið. Ótrúlegt hvað fólk hefur sterkar skoðanir á London samt. Sjö af hverjum tíu sem ég tala við vara mig London og segja að það sé ömurleg borg, sko ÖMURLEG. Restin er fólk sem er annað hvort frá London eða hefur búið þar og segja að það sé æðislegur staður.
Kæru vinir, sorry hvað ég SÖKKA í að halda sambandi við ykkur öll. Það þýðir ekki að ég sé búin að gleyma ykkur, ég sakna ykkar geðveikt mikið. En ég hef bara ekkert svo mikinn frítíma og ég hef yfirleitt ekki orku í að eyða honum í þeirri trú um að internetið hérna virki bara víst ágætlega.
Ég sendi strauma yfir hafið til ykkar allra. Plís ekki vera búin að gleyma mér þegar ég kem heim. Ég elska þegar þið hringið í mig, ég fæ SMS frá ykkur, komment eða mail á facebook eða komment á bloggsíðuna svo ég viti að þið séuð á lífi og ekki búin að gleyma mér. Ég veit ég svara ekki alltaf strax en í alvöru, it makes my day.
LOVE
-hrefnahelga
1 comment:
hrefna elskan mín það getur enginn gleymt þér!
Rebekka
Post a Comment