27 Sept 2009

London

Jæja þá er ég komin til London.

Ég bý í Acton. Það er víst eitthvað svaka Aussie hverfi. Þetta er nú farið að vera í þriðja skiptið sem ég flyt á nýjan stað, í nýju landi án þess að þekkja neinn þannig ég er farin að fatta hvernig þetta virkar. Fyrst fullt af einhverju flandri fram og til baka. Mikið af pælingum hvað maður sé að gera þarna. Símtöl heim endalaust að það sé nú alveg allt í lagi með mann. Svo áður en maður veit af er maður farin að þekkja fullt af einhverju liði og er alltaf að gera eitthvað.

Á þriðjudaginn fer ég í prufu á kaffinu sem ég verð vonandi að vinna. Ef ég fæ vinnuna þá verð ég væntanlega hér í London í þrjá til fjóra mánuði. Svo kæru vinir. Farið að láta ykkur hlakka til ársins 2010 því það er væntanlega í næsta skipti sem ég hitti ykkur. Nema náttúrulega þið eigið allt of mikið af monnís og skreppið hingað í heimsókn í nokkra daga (spurning um að skrá sig á póstlista hjá iceexp, I did). Ég ætla samt að reyna að fá að fara heim rétt yfir aðfangadag. En þá yrði ég örugglega bara í tvo daga og mundi bara ná að hitta family.

Ég hlakka sjúklega til að fara að byrja að vinna (ef ég fæ vinnuna). Ekkert nema kiwi að vinna þarna sem er náttúrulega príma fólk. Leist ótrúlega vel á staðinn, yfirmanninn og móralinn. Svo á þriðjudaginn verð ég líka tuttugu ára. Gamla gamla.

Later folks.

2 comments:

Anonymous said...

GAMAN! Býrðu hjá einhverjum sem að þú þekkir eða ertu að leigja eitthvað herbergi úti í bæ?
Annars þá er ég með hugmynd: Í stað þess að koma heim í 2 daga um jólin... komdu þá heim fyrir þriðjudaginn og haltu tveggja daga afmælisveislu! ;)

Kv. Birta Aradóttir

Unknown said...

HÆ TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ FRÖKEN LONDON! Skemmtu þér vel í dag, spurning um að skella sér í londonaugað í tilefni dagsins?

kv ungfrú Köben :)