24 Nov 2009

PAPER WORK....

....sökkar!

í staðinn fyrir að vera mega spennt yfir nýja húsinu mínu, í faðmi local vina með corona í hönd, er ég bara gjörsamlega búin á því. Ég þurfti að bjarga einhverjum pappírum mjög dramatískt á seinustu stundu, hlaupa niður að skrifa undir samning - hinum meginn í london nota bene, fylla út eyðublað þar sem ég þurfti að biðja um útskýringu á hverju einasta striki, borga deposit sem að reyndist vera aðeins snúnara en það ætti að vera af því að það eru GJALDEYRISHÖFT í heiðardalnum, fara aftur heim í acton, aftur HIINUM MEGIN í london nota bene til að skila einhverju dóti af mér svo ég þurfi ekki að fara með ALLT á morgun (ákvað að taka overgroundið, reyndist vera ákvörðun dagsins) OG já. er þetta ekki nóg?

kæru skrifstofublókir sem elskið paper work, ég mun því miður (fyrir ykkur) ALDREI gangast í lið við þessa pappírsvinnumennsku því númer eitt er það ógeðslega leiðinlegt og númer tvö... jaa, það þarf ekkert númer tvö.

ég er sko þreyttari núna en daginn sem að ég mætti í vinnuna eftir að hafa djammað alla nóttina, eftir að hafa unnið allan daginn áður, beint eftir flugið mitt heim frá íslandi sem ég mætti í ósofin.

bestu kveðjur, Hrefna, ray of sunlight.


það var eitthvað annað líka sem ég fann þörf hjá mér fyrir að setja á internetið, en ég bara man ekki hvað hann var.

já, og ég er með nýtt nafn á facebook. VÆLbók.
án gríns:
Jón Jónsson æj er ógeðslega veikur
Guðmundur Guðmundsson er sko að læra MEIRA EN ÞÚ
Sigríður Jónsdóttir er þuuuuuunn
Hrefna Helgadóttir hefur VÍST efni á að koma með þetta skot í þessari færslu. af því ég má það.


EDIT:
ókei krakkar. nýja húsið mitt er samt GEÐVEIKT! ég flyt inn á morgun.
mest concrete staðfesting sem ég get fengið.
gaurinn sem bjó þar fór að gráta fyrir framan mig af því hann vildi ekki fara úr húsinu. vinnan vildi ekki leyfa honum að búa þar lengur.
EÐA
kannski var hann bara frekar svekktur yfir því að þurfa að fara en er í sjúkri vinnu við að ferðast út um allt og er aldrei í london ergo það meikar ekki sens að borga leigu í london þegar þú býrð ekki einu sinni þar. sem er samt svekkjandi því þetta hús er kúl.
fyrir hann. ekki mig. ég er bara SWEET AS.

JÁ og smá stærðfræðidæmi handa MÉR og öllum nördunum sem ég þekki.
jeiiij ég fæ útborgað í dag:D
tek helminginn frá fyrir leigu
þarf að fylla á oyster card
þarf að kaupa mér inneign
þarf að kaupa þvottaefni og fleiri boring supermarket hluti
þarf eiginlega að borða eitthvað
þarf eiginlega að borga eitthvað annað sem kemur upp skyndilega...
uhmmm.... reikniði nú, hvernig passar SHOPPING inn í þetta plan?
-jaaa þú þarft nú ekki að hafa verið á eðlisfræðibraut í MR til að geta reiknað það út.
Svarið er EKKI.

samt elskum við london krakkar, samt elskum við london.

20 Nov 2009

Fullorðin!

ókei. nú er ég sko orðin fullorðin.

ég var komin á fætur fyrir tvö
ég ætla ekki út í kvöld, og samt er föstudagur og samt er þetta með síðustu dögunum mínum í acton aka. redback ÞVÍ AÐ
ég fann mér hús í london til að búa í
JEIIIIIIJ eeeeen
ég þarf bankstatement
ég er búin að senda bankanum póst
ég ætla að greiða úr einhverjum endalausum pappírum
ég ætla að fara í gegnum tölvupóstinn minn
ég ætla að þvo þvottinn minn
ég ætla að reyna að hugsa ekki of mikið um hvernig ég kem aleigu minni hérlendis þvert yfir london
(ég ætla ALLS EKKI að hugsa hvernig ég kem öllu aftur heim til íslands)


ég veit samt ekki hvort ég nenni þessu bloggi lengur, er það til einhvers að halda svona síðu úti eða hvað?


já og ps. ég gleymdi. ef þú sem vinur minn ert að lesa í lundúnaborg og ég er flutt inn í nýja húsið mitt þá baaaara gæti verið að þú megir gera þér gólfið að góðu aka. þarft ekki að borga milljón í hótel aka. FRÍ GISTING Í LUNDÚNABORG - ALLIR ÞANGAÐ!



youknowwho

10 Nov 2009

djúpt

Takið eftir þessu lovies.

Ég hef skilgreint hamingjuna.

Hamingja:
Þegar þú reynir að koma því inn í skipulagið hjá þér að sofa (því það er svo mikið að gera hjá þér).

Það er sko alltaf nóg að gera í London kiddós. Bíðið bara og sjáið. Spennandi tímar framundan.

BestKveðjs
Hrefns

PS. Ég á EKKERT í þessa ástrali, gjörsamlega EKKI NEITT!! sjitt sko.

5 Nov 2009

öfund

hæj krakkar.

TAKK FYRIR MIG Á ÍSLANDI.

vá, það var wicked að koma heim. Það er bara aldrei að vita nema mér detti í hug að láta sjá mig þarna í norðrinu einhvern tímann aftur.

Annars var ég farin að finna á mér að þið öfundið mig ekki nóg fyrir að vera í London að vera awesome. Þannig ég ákvað að gera eitthvað í því aka. vera awesome með nýja tölvu. Nýju apple þ.e.a.s..

Gjörið svo vel, hér er mynd af gripnum:


og hér er mynd af mér í Halloween búningnum mínum, sorry ég veit þið eruð svo hrædd að þið getið ekki sofnað í nótt. Það er bara svona sem ég rúlla (að hræða ykkur svona mikið)



Takk fyrir mig á Íslandi.
Það var voða gott að koma heim.

Wakeupcall ferðarinnar:
æj það var eiginlega eftir að ég kom aftur til London hvað ég hugsaði MIKIÐ á ensku áður en ég fór aftur heim, því alveg í heilan dag þurfti ég að HUGSA til að tala ensku. Af því ég ætlaði að spurja einhvern gæja að einhverju og spurði óvart á íslensku. ókei, sá sem skilur hvað ég er að meina fær pening. Svona íslenskan pening með fisk á. Ég held þennan sem er með fjórum fiskum.