20 Nov 2009

Fullorðin!

ókei. nú er ég sko orðin fullorðin.

ég var komin á fætur fyrir tvö
ég ætla ekki út í kvöld, og samt er föstudagur og samt er þetta með síðustu dögunum mínum í acton aka. redback ÞVÍ AÐ
ég fann mér hús í london til að búa í
JEIIIIIIJ eeeeen
ég þarf bankstatement
ég er búin að senda bankanum póst
ég ætla að greiða úr einhverjum endalausum pappírum
ég ætla að fara í gegnum tölvupóstinn minn
ég ætla að þvo þvottinn minn
ég ætla að reyna að hugsa ekki of mikið um hvernig ég kem aleigu minni hérlendis þvert yfir london
(ég ætla ALLS EKKI að hugsa hvernig ég kem öllu aftur heim til íslands)


ég veit samt ekki hvort ég nenni þessu bloggi lengur, er það til einhvers að halda svona síðu úti eða hvað?


já og ps. ég gleymdi. ef þú sem vinur minn ert að lesa í lundúnaborg og ég er flutt inn í nýja húsið mitt þá baaaara gæti verið að þú megir gera þér gólfið að góðu aka. þarft ekki að borga milljón í hótel aka. FRÍ GISTING Í LUNDÚNABORG - ALLIR ÞANGAÐ!



youknowwho

2 comments:

birta said...

játs. blogg eru konkret upplýsingar. statusöppdeit eru bara dægurflugur.

Anonymous said...

ég vil bloggið áfram!
kv.Diljá
<3