19 Oct 2009

London - The Story

Hæj folks.

þú:Ohh, vá hvað ég nenni ekki að klára að læra/fara að sofa alveg strax. Þrátt fyrir að bloggmetnaðurinn hjá henni Hrefnu hafi verið í lágmarki undanfarið ætla ég samt af vana að tjékka á blogginu hennar.

TIL HAMINGJU - NÝTT BLOGG HÉR FYRIR NEÐAN:
ókei. ég hef fengið athugasemdir frá félögum mínum undanfarið að það eru ekki allir alveg sure hvað ég er að bralla hérna úti. ég ætla aðeins að kveikja hjá ykkur ljósin (3. E anyone??).

sko. ungfrú ákveðin var spurð að því í grikklandi fyrir löngulöngu síðan hvurt för minni væri ætlað eftir sumarið. ég svaraði í hálfgerðri rælni að ég ætlaði kannski til london, aðallega til að segja eitthvað. á ferðum mínum hef ég fundið út að einhvern veginn er fólk þannig af guði gert ef þú ert spurður spurningar er fólk alltaf miklu ánægðara með að fá svar (þótt það geti verið helber lygi (ekki það að ég stundi svoleiðis)) heldur en ef svarið er ég veit ekki. spyrjandi minn var ung dama sem heitir jackie og er vinkona gæja sem vinnur hjá sailing holidays.
hún sagði: í alvöru, awesome (enda fékk hún svar)
hurrðu, ef þú kemur til london get ég örugglega bjargað þér með vinnu, en ekki fyrr en í haust reyndar.
ég: já, í alvöru? vá, kúl. ég ætlaði einmitt hvort sem er ekkert til big L fyrr en í haust
hún: heyrðu, kúl. sendi yfirmanninum mínum línu.
ég: sendi honum línu.
hann: kúl. láttu mig vita þegar þú ert í london.
2 mánuðir
ég: hæj, ég verð í london á fimmtudaginn
hann: kúl. deit í formi atvinnuviðtals á föstudag?
ég: já. cya then.
afmælisdagurinn minn:
kollegi: hæj, hvað ertu búin að vera lengi í london?
ég: síðan á fimmtudaginn í síðustu viku
kollegi: og bara strax komin með vinnu????

svo var ég í millitíðinni eitthvað að pæla í að búa einhvers staðar.
ég: hey ma, ég gæti verið komin með vinnu í L
mamma: frænka þín býr í london, bjallaðu í hana
ég: á ég frænku í london?
ma: já, hún heitir katrín
ég: á ég frænku sem heitir katrín?
ma: já
ég: hæ katrín, ég er frænka þín. má ég búa hjá þér?
frænks: já, koddu bara til mín þegar þú kemur til london

ERGO ég er með vinnu og hús í london. sem er víst voða erfitt og stuff. þumlar upp fyrir mér.

þannig núna er ég íslendingur að vinna á nýsjálensku kaffihúsi í englandi því ég var uppgötvuð (þetta orð!!) í grikklandi. hvað eru mörg lönd í því?
fyrir að vera almennt töff staður ætla ég að gefa þeim ókeypis auglýsingu hér fyrir neðan:


(hvað eru mörg ég í þessu bloggi)
sá sem svarar fyrst rétt fær í verðlaun að hitta mig þegar viðkomandi kemur til L.

ÓKEI FOLKS. SVO NÚNA VEISTU HVAÐ ÉG ER AÐ GERA HÉR.

H

hey já ps. ef þú ert skotin í mér og vilt hringja í mig þá er uk númerið mitt eftirfarandi:
+ 44 7502 230727

ps2. ef þú lest allaleið hingar lofa ég að vera ógla dugleg að blogga á næstunni.

2 comments:

Unknown said...

Frábært, elska hvað þetta er ment 2 be. Ein alveg að fylgja flæðinu bara, lífið er að draga þig áfram og gefa þér hint hvert þú átt að fara! Spennt í að lesa fleiri London sögur, hvernig er fólkið þarna t.d.? þú ert ekkert hunsuð fyrir að vera í ice(save) liðinu? (hehe)....

Unknown said...

já, þetta er alveg fáránlegt í rauninni. skemmtilegt samt. plís segðu mér að þú hafir skilið vísunina hjá mér í þá gömlu góðu (3.E)

ps. litla systir mín er líka í 3. E. það gæti ekki verið ólíkara 2005-6 útgáfunni þar sem bekkurinn hennar er einhver svaka potential-spaða bekkur.