5 Oct 2009

mamma!

JEEIIIIIJJJJJJ. Mamma mín kemur í heimsókn til mín á fimmtudaginn til London. JEIIIIIJ. Vá, það verður awesome.

Ég er ekki næstum jafn spennandi þegar ég er ekki í Grikklandi. Bara það að ég sé í Grikklandi gerir einhvern veginn allt hljóma betur en þú veist í Reykavík eða London.
Sjá dæmi:

Grikklandsblogg.
Í morgun fékk ég mér morgunkorn í morgunmat.

Londonsblogg
Í morgun fékk ég mér morgunkorn í mogunmat.

Sjáið! Seinna nær bara ekki sama flugi og þegar maður er í Grikklandi.

Þannig núna hætti ég að vera með skemmtileg og krassandi blogg. Ég get kannski verið bara með svona status update. Ég fæ mér kannski bara Twitter.

Hrefna Helgadóttir London alveg frekar næs!

Hrefna Helgadóttir Vinnan er geðveikt fín!! Ég bara fíla mig þokkalega þar.

Hrefna Helgadóttir Vá hvað er næs að vera með NÆS yfirmann til tilbreytingar!

Hrefna Helgadóttir Sjitt hvað var mikið að gera í vinnunni í dag! Mest busy laugardagur árið 2009!!

Hrefna Helgadóttir LONDON DJAMM



edit:
já ég gleymdi.
það er ömurlegt að verða 20 ára í borg sem þú ert búin að vera í í fjóra daga. það er ömurlegtömurlegtömurlegtömurlegt. katrín frænka og ed kæróhennar gáfu mér samt kort og katrín keypti köku handa mér. og familían mín hringdi í mig. og það tók mig nokkra daga að svara facebook kveðjum. en ég vildi vera heima á íslandi með þér. ég vildi halda risastórt party fyrir mig og vini mína og fjölskylduna mína. og ég vildi fara svo í bæinn. og allir væru bara EYJ TIL HAMINGJU HREFNA. og ég væri bara TAKK. og ég væri með bleika kórónu. og væri geðveikt mikið númer eitt. og mundi fá fallega afmælispakka frá fallega fólkinu mínu. og ég gæti knúsað litlu systurnar mínar og eyþór sem ég sakna svo mikið. aldreialdreialdrei fara til nýrrar borgar rétt fyrir 20 ára afmælið þitt. eða annað stórafmæli. allaveganna ekki ef þú elskar jafn mikið og ég að eiga afmæli. uhuhuh. svo næst þegar ég á afmæli verð ég nýbyrjuð í einhverjum nýjum skóla. uhuhu.

overnout
H (sem er það sem ég heiti í nýju vinnunni minni)

2 comments:

Anonymous said...

like á bloggin þín;*

miss yooooou!!
get ekki beðið eftir að þú komir heim og knúsir mig ÁÐUR en ég flyt út!
lovs
D

Unknown said...

Gangi þér vel í nýju vinnunni :)