24 Nov 2009

PAPER WORK....

....sökkar!

í staðinn fyrir að vera mega spennt yfir nýja húsinu mínu, í faðmi local vina með corona í hönd, er ég bara gjörsamlega búin á því. Ég þurfti að bjarga einhverjum pappírum mjög dramatískt á seinustu stundu, hlaupa niður að skrifa undir samning - hinum meginn í london nota bene, fylla út eyðublað þar sem ég þurfti að biðja um útskýringu á hverju einasta striki, borga deposit sem að reyndist vera aðeins snúnara en það ætti að vera af því að það eru GJALDEYRISHÖFT í heiðardalnum, fara aftur heim í acton, aftur HIINUM MEGIN í london nota bene til að skila einhverju dóti af mér svo ég þurfi ekki að fara með ALLT á morgun (ákvað að taka overgroundið, reyndist vera ákvörðun dagsins) OG já. er þetta ekki nóg?

kæru skrifstofublókir sem elskið paper work, ég mun því miður (fyrir ykkur) ALDREI gangast í lið við þessa pappírsvinnumennsku því númer eitt er það ógeðslega leiðinlegt og númer tvö... jaa, það þarf ekkert númer tvö.

ég er sko þreyttari núna en daginn sem að ég mætti í vinnuna eftir að hafa djammað alla nóttina, eftir að hafa unnið allan daginn áður, beint eftir flugið mitt heim frá íslandi sem ég mætti í ósofin.

bestu kveðjur, Hrefna, ray of sunlight.


það var eitthvað annað líka sem ég fann þörf hjá mér fyrir að setja á internetið, en ég bara man ekki hvað hann var.

já, og ég er með nýtt nafn á facebook. VÆLbók.
án gríns:
Jón Jónsson æj er ógeðslega veikur
Guðmundur Guðmundsson er sko að læra MEIRA EN ÞÚ
Sigríður Jónsdóttir er þuuuuuunn
Hrefna Helgadóttir hefur VÍST efni á að koma með þetta skot í þessari færslu. af því ég má það.


EDIT:
ókei krakkar. nýja húsið mitt er samt GEÐVEIKT! ég flyt inn á morgun.
mest concrete staðfesting sem ég get fengið.
gaurinn sem bjó þar fór að gráta fyrir framan mig af því hann vildi ekki fara úr húsinu. vinnan vildi ekki leyfa honum að búa þar lengur.
EÐA
kannski var hann bara frekar svekktur yfir því að þurfa að fara en er í sjúkri vinnu við að ferðast út um allt og er aldrei í london ergo það meikar ekki sens að borga leigu í london þegar þú býrð ekki einu sinni þar. sem er samt svekkjandi því þetta hús er kúl.
fyrir hann. ekki mig. ég er bara SWEET AS.

JÁ og smá stærðfræðidæmi handa MÉR og öllum nördunum sem ég þekki.
jeiiij ég fæ útborgað í dag:D
tek helminginn frá fyrir leigu
þarf að fylla á oyster card
þarf að kaupa mér inneign
þarf að kaupa þvottaefni og fleiri boring supermarket hluti
þarf eiginlega að borða eitthvað
þarf eiginlega að borga eitthvað annað sem kemur upp skyndilega...
uhmmm.... reikniði nú, hvernig passar SHOPPING inn í þetta plan?
-jaaa þú þarft nú ekki að hafa verið á eðlisfræðibraut í MR til að geta reiknað það út.
Svarið er EKKI.

samt elskum við london krakkar, samt elskum við london.

3 comments:

Unknown said...

vá hrefna, mikið er gott að heyra að þú hefur það nú greinilega svona gott úti!! æjj ég sakna þín nú samt alveg soooldið mikið.

hahaha, ógeðslega fyndið samt þarna þegar þú er bara eitthvað að vera kúl.

ANYONE?

Unknown said...

Allavega ekki með saltsár inn að beini eftir að hafa verkað síld í marga daga hehehehe ;) (ef við ætlum að taka pollýönu á þetta ;), þetta er nú meiri raunasagan, ég finn til með þér! Endalaus þjösnagangur, fékk smá nasasjón af þessu hérna í haust. En þú þarft nú vonandi ekki að fara 2svar í gegnum þetta ferli :) Flott að þú elskir samt sem áður lnd, ekki gleyma hversu spennandi þetta er hjá þér :) Til lukku með nýja húsnæðið.
Kveðja, Jórunn

Benedikta said...

Til hamingju með nýja húsið sæta mín, ég heimta myndir ;)

Pappírsvinnan venst, ótrúlegt en satt, mér finnst það frekar 'the running around' til að redda öllum pappírunum sem er verkur í rassgatið..

Lots of love, langar klikkað að kíkja í heimsókn til þín.. aldrei að vita nema maður nái að redda því eftir áramót :)