- já, það er búið að stela veskinu mínu
- já, ég bý í, engri lúxus íbúð, vinn myrkrana á milli til að borga leigu
- já, ég er búin að kynnat fólki sem býr hinum megin á hnettinum
- já, ég er farin að labba ógeðslega hratt til að komast á milli staða
- já, ég er orðin of góð í að ignora fólk sem er að rétta mér flyera
- já, ég er alltaf þreytt
- já, ég er orðin vön því að allt sem ég geri, hvert sem ég fer, er fótgangandi eða með almenningssamgöngum. INKLÚDING að flytja búslóð milli borgarhluta (já, kom í ljós að ég sem ætlaði að sleppa með eina tösku daginn sem ég flutti, reyndist vera ein TROÐfull, stór ferðataska plús random grænt drasl troðfullt líka. já, og lestin gekk ekki, þannig ég tók strætó með herlegheitin)
- já, ég er farin að hafa sama og engan tólerans fyrir fólki sem getur ekki bara talað ensku
- já, ég á aldrei pening fyrir óhreinatauskörfu, lampa í herbergið mitt, inneign eða innkaupaferð, en alltaf fyrir bara einum bjór í viðbót
- já, ég fell örugglega 100% undir "hrokafulla stórborgarbúa" ímyndina sem þú ert með í hausnum
- já, ég borða ekkert nema take out, ef ég borða eitthvað yfir höfuð
- já, ég hitti vini mína á pubbnum
- já, ég er búin að sjá endalaust gegnumstreymi af fólki
- já, ég sem hafði alltaf mínar efasemdir um sjónvarpsþætti eins og friends sem dæmi þar sem vinir manns verða eiginlega að fjölskyldunni manns hérna úti, það eru ekki ýkjur. ef
ÉG KÆMI EKKI HEIM UM JÓLIN
mundi ég halda upp á "orphan christmas" með þeim hér.
(ekki að þau séu munaðarlaus, en þau eru flest frá ástralíu og nýja sjálandi. þar sem að "skreppa heim um jólin" er ekki alveg í boði)
- já, mér er boðið á date, svona eins og þú veist, er yfirleitt ekki hefð fyrir heima
- já, ég er að eyða síðustu peningunum sem ég á í að kaupa mér corona svo ég komist í net
- já, ég er búin að venjast því að það tekur minnst hálftíma að komast á milli staða
- já, ég er líka búin að venjast því að það er svona ca. eini dauði tími sólarhringsins
- já, það er ógeðslega gaman hjá mér
1 comment:
ég vil blogg!
þú mátt líka skoða mitt :)
xx
D
Post a Comment